Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar Svo var það að vorið kom og trén á þessum stað engdust og blómin fóru að vaxa. Fiðrildin sem fæddust í vorblænum elskuðust í bláma himinsins og tveir betlarar komu frá þjóðsagnalöndum og villtust inn í hið fordæmda land, betlarakonan var vafin sínu ljósa lausa hári, en hann var glaður og grannvaxinn og fanginn af augnaráði hennar. Bæði voru þau örsnauð. Og þannig eins og þau voru, klæðlítil, þá tengdust þau vorinu og héldu leiðar sinnar yfir dauða landið og gæddu það lífi og ást. Þau voru fátæk en glöð. Blómin flögruðu um nekt þeirra og eplatrén á bændabýlunum teygðu sprotana yfir garðsveggina svo greinarnar gætu séð ungu betlarana fara fram hjá. Andrúmsloftið titraði bláleitt, draumhöfugt og ráðvillt. Aðeins kon- ungurinn í höllinni leiddi þjáninguna sér við hönd. Lífið, ljósið og trén fóru í taugarnar á honum. Hann vildi að ríki hans væri áfram svart, autt og gróðurlaust. Og ástin sem allt sýrði, jörðina og dýrin, vakti í brjósti hans andúð og uppreisn. Konungurinn fyrirleit lífið. En hann lagðist til hvíldar og fann hvernig allt andaði: fjöllin voru sem stinn brjóst, trén líktust hári sem flökti í vindi. Hann læsti sig inni í höllinni og hún var höggvin úr granítsteinum. Þannig þurfti hann ekki að sjá neitt, og þegar hann var einn þá horfði hann á tréð. Hann virti það fyrir sér. Líkt og konungurinn var tréð hnarreist og skorpið og hafði alltaf verið þannig, og aldin þess voru lík eða hrafnar. Við komu aprílmánaðar og beiningafólksins gerbreyttist allt umhverf- ið. Tréð eitt stóð óhaggað andspænis ástinni og lífinu, hið harmsögulega tré sem hafði verið notað um aldaraðir sem gálgi. Dag einn frétti konungurinn að tvær lífsglaðar mannverur hefðu sloppið yfir landamærin og hann lét taka þau til fanga. Síðustu nætur hafði hann skynjað nærveru fólksins í hinum þrútnandi rósarunnum, í froskunum á vegunum sem virtust vera frá sér numdir, í sérhverju sem titraði í heillandi nóttinni sem var full af muldri, og andvarinn bar til kastalans sprota af ljómandi trjágreinum. Þá sperrti konungurinn eyrun, og nóttin og jörðin og hafið sem var mikið niðri fyrir ætluðu kannski loksins að tala. . . Þegar hermennirnir færðu betlarana til hallarinnar barst með þeim nýr blær inn í hana: bæði ilmuðu þau af sól og lyktuðu af leðju veganna og ryk loddi við bera fætur þeirra. Lífið líkt og ruddist inn í grafhvelfingu, og með því að bæði áttu að deyja var hægt að segja að dauðinn hafi haldið í fyrsta skipti á blómgrein en ekki á sigð í höndunum. Tveir betlarar og þeir elskuðust! Hvorugt þeirra var einu sinni fram úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.