Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 78
Tímarit Máls og menningar „Sexfingri“ reis stirðlega á fætur sökum elli í skrokknum og vatt sér að syni sínum: Gáðu að bróður þínum og segðu honum frá mér, að þið eigið báðir að berjast uns yfir lýkur. Söfnum mönnum! greip Jeronímus fram í. Fólk á að safnast efst í þorpið og vera vopnað. Við lögðum á ráðin í skyndi. Eg átti að fylgja Jeronímusi en Manolo Pétri Cruz. Við fórum. Ekkert herlið var á torginu. En skyndilega heyrðist hleypt úr hríðskotabyssum og skammbyssum. A torginu skaut upp bónda og hann stökk til okkar: Þjóðvarðliðið fékk liðsauka og líka áhlaupasveitir. Líklega frá Me- dína. — Svo var hann hlaupinn burt og sagði: Ég sæki byssuna! Komdu við heima! hrópaði Fernando Lago. Og segðu öllum sem þú hittir að fara þangað líka. Skothríðin færðist nær. Við dreifðum okkur næstum jafn skyndilega og fuglar á hveitiakri ef veiðimaður sést. Fernando Lago og ég héldum til vinstri. Við þræddum krákustíga þorpsins, óðum svaðið innan um skrækjandi svín og hóuðum saman í skyndi öllum sem urðu á vegi okkar. Lago þekkti þorpsbúa, rak höfuðið inn í hreysin og kallaði órólegur ævinlega það sama: Komið upp eftir og hafið byssurnar með! Fljótir. Þjóðvarðliðið er komið. Menn streymdu út um dyrnar, hörkulegir, og patandi konur. Okkur elti óhreinn hópur þegar háreysti heyrðist fyrir framan okkur og fór vaxandi. Málmur glumdi, síðan smellur í leðurbelti, síðan dauf mótmæli, næstum kæft óp. Við beygðum fyrir hornið og stönsuðum skyndilega. Innst í götu- ræksninu er hópur þjóðvarðliða að húðstrýkja bílstjórann sem ók okkur, og hann lýtur fram með bolinn eins og hann ætli að flýja undan höndunum sem sveiflast yfir honum. Við sleppum með naumindum. Það hvein í kúlum þegar við stukkum fyrir hornið, og þær smullu á veggnum á móti sem var orðinn skellóttur. Jafn skjótt glumdi í stígvél- um á hlaupum til okkar. Þetta var göngulag gljáfægðra stígvéla sem við gerþekktum. Eg treysti á ratvísi Fernandos Lagos og við hlupum léttir sem hérar um völundarhús þorpsins með hönd á skammbyssunni. Við linntum ekki hlaupum fyrr en efst í þorpinu og vissum að þeir hefðu 548
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.