Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 91
Casas Viejas ótal nöfn. . . tugir, hundruð. . . Þegar kemur að nafni Guzman sæki ég blýant og skrifa skjálfandi hendi fyrir neðan: Kristófer Cimenez. í Casas Viejas. Og mér verður hugsað að þetta verði hans eina minnismerki, það sem hann fann upp á, að skrifa nöfn þeirra sem féllu fyrir hugsjón okkar, og sú hugsun vekur tár í augum mér. Fótatak heyrist á ný, fótatak þess sem leitar, stansar, fer aftur á stað. Þetta virðist vera fótatak tveggja manna. Eg lít á lík Kristófers í síðasta sinn og ætla út að grípa síðasta tækifærið, hræddur, ruglaður, og hef stöðugt minna vald á sjálfum mér. En fótatakið er nú við dyrnar. Auðsæilega eru þetta tveir menn. Nei, ekki tveir, heldur sægur. Þeir taka mig höndum, lemja mig, draga mig og hrækja í andlit mér. Svo er mér lyft upp af gólfinu, hringur sleginn um mig og mér þröngvað af stað. Farið er um efri hluta þorpsins. Þegar leið okkar liggur þar sem áður reis hreysi „Sexfingra“ rýkur ekki lengur úr rústunum. Þar er nú aðeins aska úr fjölum og hálfbrunnum röftum. Lík bændanna liggja hjá gripagarðinum í hroðalegum haug, fleiri en tíu, kannski tólf eða fimmtán. Fyrir framan eru brunnir líkamir, sumir kolbrunnir, aðrir aðeins með brennda útlimi. Hungraðir, horaðir hundar vappa í kring sem skrímsli í draumi og gefa sig að ætinu. Við komu okkar flýja þeir, einn með mannshönd í skoltinum. Eg fylgist með þessu gersamlega tilfinningalaus. Helst langar mig að fleygja mér einhvers staðar, teygja úr mér, sofa, gleyma, jafnvel deyja. Mig gildir það einu. Fyrir framan eyðileikann og líkin sem liggja í sólinni handa hundun- um, glottir þjóðvarðliðsmaður framan í annan og segir: Þetta var þeim lexía. . . Ættingjarnir þora ekki einu sinni að sækja hræin. . . Þegar komið er á varðstöðina heyri ég aftur kunnuglega rödd sem kvaldi mig um nóttina. Skömmu síðar stendur höfuðsmaðurinn fyrir framan mig. Eg hitti hann ekki. Hann er ekki einu sinni særður. En jafnvel það skiptir mig núna engu máli. JOSE MARIA FERREIRA DE CASTRO (1898 — 1974). Milli táknrænustefnunnar og nýraunsæisins reis upp höfundur sem hafði raunsæi og félagslegar hugmyndir að leiðarljósi þegar hann notaði brjóstvit sitt og skáldskaparhneigð við að berja saman bækur. Hann fæddist í neyð í smáþorpi nálægt Aveiro, missti föður sinn átta ára gamall og flæktist með móður sinni og systur um sveitir uns hann ákvað, þrettán ára gamall, að flytja til Brasilíu, í von um að auðgast og geta svalað lestrarfýsn sinni og 561
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.