Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 21
Jose Regio JOSE REGIO (1899 — 1969) var einn af stofnendum og stjórnendum tímaritsins Presenca (Návist), ljóðskáld en þó einkum sagnaskáld sem skrifaði líka leikrit og safnaði alþýðulist. Verk Regio fjalla gjarnan um tvíeðli guðs sem er jafn góður og hann er illur, og einnig heillaði hann að fjalla um freistingar mannsins, mannsins sem guð heillar og er hvorki góður né illur í eðli sínu. Þannig er hann ólíkur guði. Er maðurinn þá einvörðungu aðstæðurnar sem hann býr við hverju sinni, leiksoppur hinna ytri atburða, leikfang hluta og tækja? Verk Regio eru fráleitt vangaveltur heldur atburðir sem spretta af íhugun og líklega af ríkri efnishyggju. Hún er tíðum hin eina sanna ást skáldsins á manninum, lífi og störfum mannsins, vegna þess að sannfæring og ákveðin niðurstaða um hver maðurinn er vekja þröng viðhorf, afmarka manninn og flokka hegðun og eðli hans í rétt og rangt. Frægasta verk Regio er Jogo de Cabra-Cega (Blindingsleikur) sem fjallar í rauninni um það að manninum muni aldrei takast að finna sjálfan sig í þeim blindingsleik sem lífið er. Þetta stafar af því að heppnist manninum að taka af sér eina grímu í leit að sínu „rétta“ andliti þá er önnur gríma undir, og hið sanna eða rétta andlit er líka gríma ofan á annarri grímu. Þessi listræni leikur skáldsins minnir lesendur hans á það þegar lauknum er flett sundur, eitt lag er þá undir öðru uns kemur að kjarnanum, og þegar kemur að kjarnanum þá er ekkert eftir. Skáldsagan er eitt af höfuðverkum portúgalskra bókmennta. Dimmur söngur „Komdu,“ kalla sumir með bros í augum, breiða út faðminn og þeir eru handvissir um að hollast væri að hlýða, þegar þeir segja: „Komdu hingað!“ En ég gýt til þeirra þreyttum augum (í augnsvipnum er köld hæðni og þreyta) krosslegg arma og kem aldrei þangað. Sú er sæmd mín að semja ómennsk verk, 491
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.