Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 38
Tímarit Máls og menningar þess að mannsandinn og þjóðfélagið og listirnar geti gengið sér til húðar og hrakið vitsmunina út í nýja óvissu. Vitið verður þá að bjarga sér undan vanahugsun sem er klædd í orðaleppa. En er hið nýja eitthvað annað í sögu mannsandans og lista en fáfræðin endurfædd í nýjum búningi, barnslegum og ferskum? Kringum 1920 tóku portúgalskar bókmenntir óvæntan krók á leið sína, hliðarstökk út í héraðabókmenntir. Fagurfræðin tók að sér að lýsa lífi bóndans og sveitanna. Bókmenntirnar drógu talsvert dám af ljúfsárum rómantískum sögum Camilo Castelo Branco (1825 — 1890) en harður lífs- baráttuandi raunsæis yfirgnæfði með ríkum skammti af ádeilu. Endurfæð- ingunni fylgdu rithöfundar á borð við Aquilino Ribeiro (1885—1963). Bækur hans eru óður til bóndans en með barefli á hann og yfirvöldin um leið. Ribeiro er skáld bændasamfélagsins. Eftir hann er hér engin saga vegna skorts á rými. Skáldskapur hans fjallar einkum um bændur í norðausturhér- uðum Portúgals, á trúverðugan hátt fremur en hið algilda sé brotið til mergjar. Lesandinn fær að komast í líkamlega snertingu við jörðina, í bland við menn, örlög þeirra, störf og afbrot. Maðurinn er aldrei allur í sögunum, vegna þess að höfundurinn er feiminn við ríkustu eðlisþætti mannsins: sálar- og kynferðislífið. Lesandinn fer samt ekki varhluta af hræsni verald- legra og andlegra valdsmanna. Ribeiro er það sem kallað er frábær höfundur á sviði máls. Það merkir að hann varðveitir það fremur en hann veki það til sjálfstæðs lífs í verkum sínum. A þessum tímum áttu rithöfundarnir að vera góði hirðirinn í orðahjörð málsins, og persónurnar máttu heldur ekki bregða sér úr hjörðinni á aðra staði en þar sem beitin var góð fyrir lesandann. Annar rithöfundur sem skrifaði í anda bændasamfélagsins var Brito Camacho sem lést 1934 og lét sögur sínar gerast í sveitahéraðinu Alentejo, í landinu miðju. I grófum dráttum hafa höfundar skipt landinu á milli sín, einkum eða fremur vegna uppruna síns en þeir leggi eignarhald á land og lesendur. Hið hrjóstruga norðausturhorn hefur verið frjótt á sviði skáld- skapar. Síðan hefur nýraunsæið sem tók við af táknrænustefnunni farið um sömu sveitir, í leit að efniviði um undirokaða bændur, þó skáldin séu oft ekki fædd í sveitunum heldur ættuð þaðan, borgarbúar sem biðla til sveitanna. Bókmenntalega séð fóru þau þangað í síendurmetnum stíl sem bar keim af amerískri hálfróttækni millistríðsáranna eða kreppubókmenntum. Við lest- ur sagnanna hér í úrvalinu skýrist þetta nánar. Sá rithöfundur sem hvarf inn á ýmsar og ólíkar brautir í senn, jafnframt því að hann lét eðli sitt ráða fremur en kröfur bókmenntastefna sem hafa verið fundnar upp í háskólum eða í hópum listamanna, var Ferreira de 508
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.