Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 19
Fernando Pessoa
Ef ég ræði um hana alveg eins og mann
er það af því að um hana verður fjallað aðeins á tungu manns
sem persónugerir hluti
og neyðir upp á þá nafni.
En hlutirnir eiga hvorki nafn né hafa skapgerð,
þeir eru bara til og himinninn hár og heimurinn víður
og hjarta okkar á stærð við krepptan hnefa. . .
Sæll veri ég vegna þess sem ég veit.
Eg nýt þessa alls eins og sá sem veit að sólin er til.
ALMADA NEGREIROS (1893—1970) var fjölþættur maður, ljóðskáld en þó
einkum listmálari, maður sem sameinaði hvort tveggja og ýmislegt fleira: hann var
hugsuður og kennisetningamaður á sviði lista. Fjölmargir þættir portúgalskrar
ljóðlistar samtímans eru frá honum komnir, og sú málaralist sem kennd er við
nútímann hjá portúgölum er einnig í þakkarskuld við hann. Negreiros er mesti
listmálari landsins á þessari öld og hið nýopnaða Nútímalistasafn í Lissabon hefur
verk hans sem undirstöðu þess sem nú er málað á striga.
Negreiros hafði boðskap að flytja í listum, boðskap innihalds og forms. Auk þess
hélt hann ótal fyrirlestra um ljóðlist og myndlist, til að breiða út kenningar sínar eða
kynna öðrum stefnur í listum. Þegar árið 1917 kom hann fram með kenningu sína
um bláa ferhyrninginn og sagði skilið við rímið í ljóðagerð og orti í lausu máli.
Ljóðið var sett upp sem samfelldur texti en ekki sem mislangar ljóðlínur. Hljómfall-
ið var ekki afmarkað í lausa málinu sem reis og hneig. Eitthvað var þetta í ætt við
hljómknúinn texta. í honum var þó ævinlega einhver merking, jafnvel heimspekileg
hugsun, grundvallarhugsun eða mannvit. Texti Negreiros var aldrei einvörðungu
tækni, niðurröðun orða, á sama hátt og lit er raðað á flöt eða form skipulögð á striga.
Að þessu leyti hélt hann aðskildri málaralist og Ijóðlist.
I bláa ferhyrningnum vottar fyrir komu súrrealismans og ósjálfráðri skrift í
ljóðum og litum.
Oðru fremur reyndi Negreiros að endurheimta barnið eða láta það lifa í sér meðan
lífið bærðist í líkamanum, en barnið var ekki ómálga og aðeins fært um að mála með
fingrunum, barnið átti að vaxa upp og láta vaxa af sér þroskaðan heim en á vissan
hátt saklausan og skapandi. Barnið á ekkert skylt við einfeldni. Einfeldnin kemur
með árunum. Oll börn eru margbrotin.
Vegna hins taumlausa hugarfars má greina í verkum Negreiros flest sem framtíðin
átti eftir að bera í skauti sér, bæði í listum og lifnaðarháttum vestrænnar menningar.
Hann skrifaði líka leikrit, einslags dansleiki með táknrænu innihaldi.
489