Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 13
Ádrepur
Með þessu hefti Tímaritsins byrjar 46. árgangur þess. Þau eru ekki mörg
menningartímaritin í okkar heimshluta sem stæra sig af lengri ferli og myndar-
legri, og einmitt þess vegna þyrftu umræður um Tímaritið sjálft að taka meira
rúm á síðum þess.
Tímaritið ber að sjálfsögðu vott um persónuleg áhugamál ritstjóra sinna á
hverjum tíma, þó hafa nógu margir utan ritstjórnar lagt því lið til þess að það
hefur ævinlega verið fjölbreytt að efnisvali og efnismeðferð. Eftir að farið var að
helga ákveðnu þema nokkurn hluta hvers heftis hefur að vísu stundum verið
erfitt fyrir alla lesendur að finna efni við sitt hæfi í hverju hefti, en ritstjórar vilja
benda fólki á að líta á hvern árgang sem eina bók og athuga hann í samhengi.
Ymsum lesendum sem komið hafa að máli við ritstjórn finnst of mikil áhersla
lögð á bókmenntaumræðu nú hin síðari ár, en þeir gagnrýnendur eru ekki
sammála um hvað koma eigi í staðinn: fleiri sögur og ljóð, þjóðfélagsumræða,
stjórnmál, heimspeki, umhverfismál, saga, skóla- og menntamál. Ahuga-
mönnum um bókmenntir finnst hins vegar rétt að umræða um þær taki ríflegan
hluta af Tímaritinu, og þeir eru margir meðal lesenda; til þess bendir m.a. að
langmest berst af bókmenntaefni.
Mikið efni berst að Tímaritinu, bæði fullunnið efni, hálfunnið og tilboð um
greinar. Miklu verður að hafna strax vegna plássleysis. Það er þess vegna
sárgrætilegt að þurfa nú af fjárhagsástæðum að fækka heftum aftur í fjögur á ári
eftir að hafa haldið úti fimm heftum árlega í þrjú ár. Askriftargjaldi hefur verið
haldið í lágmarki miðað við kostnað — 600 síður af Tímaritinu hafa kostað álíka
og meðalstór skáldsaga árið á undan — en samt hefur innheimta gengið
stirðlega. Því fer sem fer. Það er einlægur vilji þess sem hér heldur á penna að
vega með einhverjum hætti upp á móti þessu, t.d. með því að hafa hvert hefti
eilítið lengra en verið hefur og með því að gefa út sérrit um ákveðin málefni sem
yrðu boðin áskrifendum gegn aukagjaldi eins og mörg tímarit í grannlöndum
okkar gera. Sum slík sérrit yrðu einstök í sinni röð, önnur gætu orðið föst ársrit
ef þau mælast vel fyrir. Allt er þetta ennþá í deiglunni og hugmyndir áhuga-
samra lesenda eru vel þegnar. Um leið eru áskrifendur hvattir til að greiða
meðfylgjandi gíróseðil hið allra fyrsta.
Fyrsta heftið í ár er helgað fornbókmenntum, fimm fræðimenn fjalla um
Islendingasögur, þætti og fornan kveðskap frá ólíkum sjónarhólum. M.a. ræða
Vilhjálmur Arnason heimspekingur og Gunnar Karlsson sagnfræðingur um
3