Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 15
Er rétt að það sé ekkert mdlf við, sniffefni, pillur af ólíklegustu tegundum, kókaín, amfetamín o. fl. Notkun- in er ekki lengur bundin við samkvæmi í heimahúsum heldur fer hún oft fram fyrir opnum tjöldum: á götum úti, í biðskýlum og leiktækjasölum. Við þessa þróun hefur umræðan orðið meiri, almenningur tekur virkari þátt í henni og kröfur til yfirvalda verða jafnframt háværari. Við sem undanfarin ár höfum starfað hvað mest með unglingum á höfuðborg- arsvæðinu höfum fylgst vel með þessari þróun og sífellt aukið þrýsting okkar á yfirvöld, enda hefur komið í ljós að þetta er nákvæmlega sama þróun og varð í grannlöndum okkar, hún er bara 10—20 árum síðar á ferðinni. Lokastig þessarar þróunar er framundan. Þá taka alþjóðahringir yfir innflutning og dreifingu efnisins, festa sér dreifingaraðila og neytendur og hleypa þeim ógjarnan út úr vítahringnum nema yfir móðuna miklu. Því er þetta rætt hér nú að fyrir síðustu jól kom út bókin Ekkert mál eftir feðgana Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðarson. Þetta er saga einstaklings en lýsir samt einkar vel því sem ég sagði frá hér á undan. Bókin nær yfir fimm ára tímabil, frá vori 1978 til vors 1983, fyrstu fjögur árin gerist hún aðallega í Reykjavík en síðasta árið í Kaupmannahöfn. Meginuppi- staða bókarinnar er Iýsing á níu mánaða ferli heróínista í Kaupmannahöfn. Sagan er látin hefjast á fyrstu heróínsprautunni, en í öðrum kafla er þróun aðalsöguhetjunnar, Freddýs, rakin fram að því. Þar kemur fram að Freddý er í menntaskóla í Reykjavík þegar hann fer að nota hass fyrir alvöru, og að hann er í sterkum kunningjahópi sem tekur við honum þegar hann flyst að heiman, aðeins sautján ára gamall. Sagan fer ekki djúpt í huga og persónulega mótun Freddýs, en þó kemur fram hversu mjög tilveran snýst um hann sjálfan og vímuefnanotkunina og hversu ótrúlega hratt það gerist. Hann hættir að lifa fyrir annað. Lýst er stuttlega lífi hassistanna í Reykjavík á þessum árum, hvernig þeir smygla, hvernig þeir komast í kast við lögregluna eða sleppa frá henni og hvernig þeir kynnast nýjum efnum eins og kókaíni og amfetamíni. Allt er í takt við þróunina eins og hún varð í Reykjavík þessi ár. A þessum fyrstu síðum bókarinnar er setningin „ekkert mál“ eins konar stef, hún kemur fyrir fjórum sinnum á fyrstu 40 bls. I fyrsta lagi er ekkert mál að smygla vímuefnum inn í landið, í öðru lagi er ekkert mál að sniffa heróín ef því er bara haldið innan hóflegra marka, í þriðja og fjórða lagi er ekkert mál að stinga fyrstu heróínsprautunni í æð. Eftir það hefst lýsing á hörmungargöngu heróínistans og þá hætta hlutirnir að vera ekkert mál. Níu mánuðum seinna er það annaðhvort meðferð eða dauðinn. Meginuppistaðan í sögunni, lýsing á lífi heróínista í Kaupmannahöfn, er vel gerð og sannfærandi. Hún er á engan hátt aðlaðandi en grípur lesandann samt föstum tökum, og þrátt fyrir lýsingar á því hvernig heróín er búið undir sprautun, hvernig sprautað er og á vellíðaninni eftir sprautuna, er hryllingurinn, þjáningin og óttinn alltaf liggjandi í leyni. Þess vegna er þetta ekki kennsla í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.