Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 126
Timarit Máls og menningar
óheppilega vilji til að orðið sé fleirtöluorð í íslensku, verður að þýða það
með eintölu á norsku, þar sem orðið „dör“ getur komið fyrir í báðum
tölum. Þessu hefur þýðandi ekki gert sér grein fyrir, og er þýðing hans á
orðinu einskærum tilviljunum háð. Eitt sinn þegar Pétur er sofnaður,
hugsar konan um langa búsetu þeirra „í leiguhúsnæði við ólæstar dyr“ (28),
og er það þýtt með „i leigehusvære for ulxste dörer“ (22), eins og um fleiri
dyr sé að ræða. Þegar takmarkinu er náð og konan endanlega búin að læsa
útidyrunum að nýja húsinu, réttlætir hún forstofulífið í leiguíbúðinni með
því að „þar hefðu dyrnar líka verið ólæstar" (98). Þetta er sömuleiðis þýtt
með fleirtölunni „der hadde dörene vore ulæste“ (66). Þessar mörgu dyr
þýðingarinnar eiga ekki bara við um leiguhúsnæðið. Þegar konan sér
manninn í fjörunni telur hún í sig kjark með spurningunni: „Var hún ekki
innan læstra dyra?“ (102), minnug þess að daginn áður hafði hún læst
útidyrunum. Þetta er þýtt með: „Var ho kanskje ikkje innanfor Ixste dörer“
(69), og þessar einu og mikilvægu dyr þar með gerðar að mörgum.
A þennan hátt er mörgum af lykilorðum sögunnar drepið á dreif, og á það
ekki síst við um hugtök eins og t. a. m. „vald“ (33, 38, 51, 88), sem ýmist er
þýtt með „kraft“ (25), „makt“ (28), „styrke" (37) eða „makt og mynde“
(60), og „kraftur“ (99) sem ýmist er þýtt með „styrke" (66) eða „kraft“ (66).
Vegna margvíslegrar geigandi í beitingu orða verða lokin á bókinni næsta
hrapalleg í norsku þýðingunni. Þegar konan gerir sig líklega til að opna
útidyrnar fyrir manninum í fjörunni, fellur handleggur hennar undan eigin
þunga:
Hún fann tilfinningu hverfa, liðamót stirðnuðu frá öxl og fram í fingur unz
handleggurinn var steinrunninn allur. (127).
Hér er myndin alveg áþreifanleg, handleggurinn verður að steini. I
þýðingunni segir hins vegar:
Ho kjende kor kjensla kvarv, ledene stivna frá aksla og ut i fingrane til heile
handa var steingjengen. (83)
Algengast er að norska orðið „hand“ merki aðeins hönd og ekki hand-
legg, en verra er að „steingjengen" sem upprunalega merkir að ganga í björg,
er oftast notað í yfirfærðri merkingu um að verða furðu lostinn. Norskir
lesendur sjá því annaðhvort fyrir sér hönd sem gengin er í björgin (föst í
steinsteypu hússins?) eða sem er furðu lostin, steinhissa. Athugulir lesendur
myndu eflaust velja síðari kostinn, því að skv. þýðingunni virðist hann
vandlega undirbyggður í sögunni. Aðeins einu sinni áður er sagt frá því að
116