Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar hugmyndaheim manna þar eftir að kristni var komin á. I raun og veru var enginn grundvallarmunur á hugmyndum manna um þetta samband og hugmyndum af fornum germönskum rótum sem ætla má að hafi verið ríkjandi í þjóðveldinu forna. Sagnfræðingar sem fjallað hafa um upphaf lénsskipulagsins rekja það til hins frankverska konungdæmis Merovinga. Þar gerðust menn frjálsir konungsmenn, nefndust á latínu ingenui in obsequio, frjálsbornir en handgengnir. Lið frjálsra handgenginna manna voru algeng með germönskum þjóðum löngu fyrr. Þau eru venjulega nefnd comitatus í fræðiritum, en Páll Sveinsson þýðir það með „föruneyti“ í Germaníu Tacitusar. Það gildir síðan einu hvort við leitum í fornum germönskum kvæðum eins og Bjólfskviðu eða í íslenskum dróttkvæðum: alls staðar blasir við hugmyndin um hermanninn sem gengur konungi frjáls á hönd og þjónar honum, en þiggur í staðinn gjafir og umfram allt sæmd að launum. Ber því allt að sama brunni, hvort sem við lítum á hugmyndir lénsveldisins, fornan germanskan arf eða hugmyndir víkingaaldar: konungur er fremstur meðal jafningja og staðfestir það með því að launa frjálsa þjónustu með frjálsum gjöfum. Sérstakur heiður var að komast í þennan hóp jafningja, sbr. það sem segir í lögum Franka að þrenn manngjöld skyldu koma fyrir þá sem heyrðu til föruneytis konungs. Munurinn á víkingaöld og lénsöld hefur verið sá að lagskipting þjóðfélagsins jókst og það urðu aðeins göfugir menn, aðals- menn, sem áttu kost á slíku sambandi. En fram á 13. öld litu frjálsir Islendingar á sig sem konungsjafningja, í því fólst manngildi þeirra, en sönnun fékkst með viðurkenningu konungs. Ohætt mun að gera ráð fyrir að þessi hugmynd um manngildi, sem fékk staðfestingu er menn voru teknir í föruneyti konungs, hafi verið kjarninn í hugmyndafræði íslenskrar höfðingjastéttar frá upphafi íslandsbyggðar. En íslendingar hafa líklega alltaf, og þá ekki síst þegar tímar liðu fram og ekki voru lengur náskyldir ættingjar í Noregi til milligöngu við konung, átt í erfiðleikum með að færa sönnur á manngildi sitt með þessum hætti. Það hefur vitaskuld átt sinn þátt í þeirri rækt sem þeir lögðu við ættfræði og tengslin við norskar höfðingjaættir og væntanlega líka í því hve mikla stund þeir lögðu á kveðskap með fornu lagi. Líklegt er að þetta hafi einnig haft sín áhrif á upphaf sagnaritunar, sbr. þessi alþekktu orð Þórðarbókar Land- námu, sem Jón Jóhannesson telur að rekja megi amk. til Styrmis: Þat er margra manna mál, at þat sé óskyldr fróðleikr at rita landnám. En vér þykjumsk heldr svara kunna útlendum mpnnum, þá er þeir bregða oss því, at vér séim komnir af þrælum eða illmennum, ef vér vitum víst várar kynferðir sannar.9 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.