Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar vissulega gerir það höfundi kleift að fjalla með eftirminnilegum hætti um aðalminnið: samanburð á örlæti tveggja konunga. Eftir sem áður er uppá- tæki Auðunar óskýrt og við verðum að láta okkur það lynda. Frásagnarliðirnir kynning, utanför, heimkoma og sögulok eru hér á sínum stað. Konungar eru tveir og milli þeirra óvinátta eins og í Hreiðars þætti, en munurinn er sá að hér hlýtur söguhetjan sæmdir af þeim báðum. Sagan er tvöföld í roðinu, því að það er óeðlilegt að túlka samskipti Auðunar og Sveins sem svigagrein í frásögn af samskiptum hans við Harald; þau eru mikilvægari en svo. Agreiningur verður við Harald þegar er þeir hittast því að Haraldur ágirnist bjarndýrið en Auðunn hefur ætlað það öðrum og vill ekki láta það af hendi. Þar sýnir þessi íslenski sveitamaður staðfestu sína gagnvart kon- ungi, og konungur sýnir sig verðugan tignar sinnar. Hann skilur að með staðfestunni sýnir Auðunn honum í raun fyllstu virðingu með því að treysta á að hann láti vera að ræna fátækan ferðamann sínum eina dýrgrip. Haraldur ákveður því að reyna Auðun með því að leyfa honum að halda áfram. Göfuglyndi Haralds er undirstrikað með samskiptum Auðunar við Aka, sem rænir hann hálfu dýrinu, þótt hann sé skuldbundinn Sveini konungi. Um það má hins vegar deila hvort eðlilegt sé að líta á samskipti þeirra Auðunar og Sveins konungs sem óvissu og sættir, þótt það hafi verið gert, en vissulega er suðurganga Auðunar ek. prófraun, þótt bæði hún og síðari samskipti Auðunar við Svein Danakonung reyni meira á aðra eiginleika Auðunar en hollustu hans við konunginn. Hitt er svo annað mál að allur þessi þáttur er ekki síður prófraun fyrir Svein. Hann sýnir enn meira þakklæti og örlyndi en Haraldur, og það er einmitt það sem við verðum að ætla að Auðunn hafi búist við, og þar að auki sýnir hann hæfni sína til að þekkja hinn góða mann, þegar Auðunn snýr aftur frá Róm illa leikinn. Þegar Auðunn svo kemur aftur til Haralds hefur hann staðist allar próf- raunir og nú reynir á örlæti Haralds, sem reynist mikið, en þó ekki eins og Sveins. III Við höfum séð að í íslendingaþáttum er lagt kapp á að varpa ljósi á ákveðna eiginleika aðalpersónanna, bæði mannkosti þeirra og ýmis sérkenni. Þetta á bæði við um Islending og konung. Mannkostir hvers og eins eru hverju sinni metnir í ljósi ákveðinnar hugsjónar eða fyrirmyndar, og sýnir það hugmyndafræðilegt eðli þáttanna, en ágæti manna er stundum hulið eða mannkostum þeirra ábótavant og því eru persónur bestu þáttanna ekki 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.