Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 43
Saga og sidferbi Þær skyldur sem maður hafði gagnvart skyldfólki sínu var að vísu hægt að „yfirfæra“ á aðra, t. d. með því að vinir gengju í fóstbræðralag og sverðu þess eið að láta eitt yfir báða ganga og hefna hvor annars. An slíks eiðs virðist sú hugmynd að maður ætti siðferðilegum skyldum að gegna gagnvart náunga sínum óþekkt fyrirbæri. Það örlar heldur ekki á því að þessar skyldur eigi sér trúarlega eða heimspekilega réttlætingu sem einstaklingarnir skírskota til, heldur ráðast þær beinlínis af þjóðfélagslegri stöðu þeirra og félagslegum tengslum við aðra, þ. e. skyldmenni og vini. Bandaríski sið- fræðingurinn Alasdair Maclntyre hefur haldið því fram að þetta einkenni sé sammerkt öllu siðferði í svokölluðum hetjusamfélögum: Það er ekki unnt að gera dyggðum í hetjuþjóðfélögum viðunandi skil ef þær eru slitnar úr samhengi við samfélagsgerðina. Á sama hátt væri ekki hægt að gera fullnægjandi grein fyrir samfélagsgerð hetjuþjóðfélagsins án þess að taka lýsingu á dyggðum hetjunnar með. En þessi framsetning dregur úr aðalat- riðinu: I hetjusamfélagi eru siðferði og samfélagsgerð í raun eitt og hið sama. Það er einungis um ein félagsleg tengsl að ræða. Sú hugmynd að siðferði sé eitthvert afmarkað fyrirbæri er enn ekki orðin til. Spurningar um verðmæti eru spurningar um félagslegar staðreyndir. (AM, 1981: 116). IV Lykilatriðið í þeirri túlkunaraðferð sem leggur áherslu á samspil siðferðis og samfélagsgerðar er því sú hugmynd að skyldur og dyggðir söguhetjanna séu samofnar félagslegum tengslum og aðstæðum í sögunum. Nú kynnu menn að draga þá ályktun að þessi túlkun geri hlut einstaklinganna sem sögurnar eru kenndar við alltof lítinn. Það væri þó misskilningur. Það er að vísu rétt að útfrá þessu sjónarmiði er mikilvægt að draga úr þeirri einhliða áherslu sem lögð hefur verið á hetjuna sem sterkan einstakling með ríka sómatilfinningu, án þess að gera grein fyrir hvernig dyggðir hennar fá einungis dafnað í jarðvegi ákveðinnar samfélagsgerðar. Hetjuskapur, holl- usta og hugrekki eru að vísu ávallt dyggðir, þær eru til marks um sam- mannleg siðalögmál, eins og Bjarni Guðnason orðar það (BG, 1965: 72), en þær beinast í ólíkan farveg eftir því félagslega lífsformi sem búið er við hverju sinni. Skilyrði þess að hetjur ríði um héröð eru ekki lengur fyrir hendi, því þær félagslegu aðstæður sem ólu af sér hetjurnar eru löngu liðnar undir lok. Á hinn bóginn er það staðreynd að dyggðir eru mann\sosúr og hetjuskapur krefst jafnt ákveðinnar manngerðar sem ákveðinnar samfélags- gerðar. „Dyggð er lyndiseinkunn,“ sagði Aristóteles, og hetjuskapur hlýtur að skírskota til ákveðinna einkenna í fari hetjanna sjálfra, skapgerðar þeirra TMM III 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.