Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 45
Saga og siðferði vegna þess að góður drengur vill ekki lifa við þá skömm að vera brugðið um ódrengskap. Meginatriðið er að láta skömm ekki henda sig, en það sem er skammarlegt er þegar ákvarðað í siðferðisvitund almennings. Sigurður Nordal hittir því beint í mark þegar hann skrifar: „Ef þýða ætti orðið drengskapur með einu orði, mundi sönnu næst að kalla hann máttargiebi. Þar mætast smekkur almennings, þarfir samfélagsins og þróun mikilmennis- ins.“ (SN, 1943: 195). I bók sinni Mannen og samfunnet nefnir Johan Hovstad tvö öfl sem áttu mestan þátt í því að leysa upp norræna ættarsamfélagið og siðferðisvitund- ina sem það byggði á. Það eru aukið miðstjórnarvald og vöxtur réttarríkis- ins annars vegar og siðalærdómur kristindómsins hins vegar. (JH, 1943: 54—55). Þessi öfl vinna saman að því að losa um þau félagslegu skyldubönd sem ættartengslin voru og vekja þarmeð hræringar í þeirri óbrotnu siðferðis- vitund sem var afsprengi þeirra. Það er ekki síst hefndarskyldan sem nú á undir högg að sækja, en að mati Hovstads er hún grundvallarþáttur hins forna siðferðis. Ef við lítum á þetta atriði í ljósi kenningar Hobbes, þá er það ógnin sem einstaklingunum stafar af valdi þessa heims og annars, sem hrekur menn til yfirvegunar gerða sinna í ljósi breyttra lífsskilyrða. Þetta er forsenda þess að upp komi siðferðishugsun þar sem skírskotað er til tiltekinna mælikvarða um rétt og rangt sem hafin eru yfir verðmætin sem blasa við á vettvangi dagsins í samfélagi hetjusiðferðisins. Refsingakerfi ríkisvalds og kristinnar trúar fela bæði í sér dómstól sem hægt er að áfrýja lögmáli ættarsiðferðisins til og smám saman innhverfist þessi dómstóll í samvisku einstaklingsins sem öðlast nýtt og meðvitað gildismat. Gott dæmi um slíka „byltingu“ í hugsunarhætti er ákvörðun Síðu-Halls að leggja son sinn ógildan til að tryggja frið og sættir, en við það tækifæri sagði hann hin fleygu orð: „Mun ek enn sýna þat, at ek em lítilmenni.“ (Njáls saga, k. 145). Þetta dæmi hefur að vonum oft verið tekið til marks um kristin áhrif í sögunum, þar sem kristilegu lítillæti er teflt fram gegn hefndarskyldunni. En þetta dæmi verður að sjálfsögðu að meta í ljósi þeirra pólitísku hræringa sem þarna áttu sér stað og þeirra hagsmuna sem voru í veði. Meginvand- kvæðin á því að greina áhrif kristins siðaboðskapar í sögunum eru þau að hefndir ekki síður en sættir eru réttlættar í Krists nafni. (SK, 1981: 88—90). Þetta er eðlilegt vegna þess að kristnar hugmyndir verða þekktar á Islandi löngu áður en skilyrði hafa skapast til þess að þær festu rætur í siðferði- legum veruleika þjóðarinnar. Það er ekki nema menn gangi að því sem vísu að allur vottur mannúðar og friðsemdar séu kristin áhrif að þeir geta túlkað sögurnar þannig að þær séu einkum til vitnis um kristna lífsskoðun. Slík túlkun horfir framhjá tveimur meginatriðum sem Steblin-Kamenskij bendir réttilega á. I fyrsta lagi að þær dyggðir sem stuðla að friði 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.