Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 35
Saga og sibferbi Þegar rómantískir hetjudýrkendur, eins og Sigurður Nordal, taka svona til orða þá sýnist mér eðlilegast að þeir eigi við þær siðferðishugmyndir sem orð og athafnir söguhetjanna sjálfra eru til marks um. Einungis útfrá þessari forsendu er hægt að tala um „lífsskoðanir heiðinna manna“ eða „siðaskoð- anir á söguöld", eins og gjarnan er gert. Þegar Hermann Pálsson, aftur á móti, talar um siðferðishugmyndir sagnanna þá leggur hann allt annan skilning í þau orð. Lykilatriðið í kenningu hans um siðfræði Islendinga- sagna er að þær séu ritaðar í ákveðnum siðfræðilegum tilgangi og séu því í eiginlegum skilningi siðfræðileg verk. Hann segir þannig um Grettis sögu að „siðfræðilegt hlutverk sögunnar sé að kenna mönnum hvað skal varast og hvað skal taka til fyrirmyndar." (HP, 1981: 69—70). Hermann er ekki á höttunum eftir „lífsskoðunun hetjualdarinnar,“ enda þykist hann ekki vita hvaða merkingu slíkt hugtak geti haft, heldur leitast hann við „að skýra viðhorfin í sögunni útfrá menntun og verðmætum höfundarins sjálfs,“ (HP, 1966: 22) og „útfrá sjónarmiði þess kristna þjóðfélags sem ól þær.“ (HP, 1970: 31). Muninn á þessum tveimur sjónarmiðum til siðferðishugmynda í Islend- ingasögunum mætti hugsanlega skýra þannig að annað þeirra, hið rómant- íska, leggi megináherslu á að lýsa hinu lifandi siðferði eins og það er, þ. e. eins og það birtist í atburðum sögunnar og persónuleika söguhetjanna, en hið húmaníska viðhorf leggi sig eftir meðvituðum sibzbodskap sögunnar, þ. e. hugmyndum höfundar um það hvernig siðgæði menn attu að ástunda. Því mætti síðan bæta við til skýringar að fyrra viðhorfið reyni að ráða í siðferði þess tíma sem sögurnar eiga að gerast á, en hið síðara leiti fanga í þeim siðgæðishugmyndum sem voru ríkjandi á ritunartíma þeirra. Þetta væri þó of einföld skýring. Því er nefnilega haldið fram af fulltrúum beggja sjónarmiða að það sé sagan sjálf sem öllu máli skipti. Þannig segir Olafur Briem á einum stað þar sem hann skrifar um „lífskoðanir" Islendingasagna: Við lestur sagnanna skiptir engu máli, hvort menn kjósa heldur að beina huganum að ritunartíma þeirra eða sjálfri söguöldinni. Allt það, sem hér á eftir verður sagt um lífsskoðanir Islendinga sagna, miðast ekki við neitt ákveðið tímabil, heldur þau lögmál sem gilda innan verkanna sjálfra. (OB, 1972: 26). Hermann Pálsson gagnrýnir hins vegar Olaf Briem og hans líka fyrir túlkanir sem stingi „hastarlega í stúf við eðli frásagnanna og markmið.“ (HP, 1970: 33): I stað þess að láta söguna tala sjálfa sínu eigin máli fálma þeir eftir vofum á 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.