Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 37
Saga og siðferði að svara því getur verið lærdómsríkt að gera sér grein fyrir því hvað þessar túlkanir á siðferðishugmyndum Islendingasagna eiga sameiginlegt. Eins og flest annað sem lýtur að fræðimennsku um fornsögurnar eru túlkanirnar samofnar hugmyndum um tilurð þeirra og sannfræði. Þótt þeir Sigurður Nordal og Hermann Pálsson hafi t. d. mjög ólíkar skoðanir á því hvers konar bókmenntir Islendingasögur séu, þá gera þeir báðir ráð fyrir að þær séu verk ákveðinna höfunda. Agreiningurinn snýst um það hvort höfund- urinn sé að varðveita norrænar siðferðishugsjónir úr heiðnum dómi eða að boða kristið siðgæði. Ljóst er að með þessu er rannsóknum á siðfræði sagnanna beint í ákveðinn farveg og þrengt að þeim. Deilan snýst um það hvort siðfræði þeirra sé kristin eða heiðin, en um hitt er ekki deilt hvort svarið við þeirri spurningu sé mikilvægt til skilnings á viðfangsefninu. Með þessum athugasemdum á ég ekki við það að takmarkanir þessara túlkana felist í þröngsýni þeirra í þeim skilningi að heiðnitalið blindi menn á kristin áhrif í sögunum (JS, 1975: 358) eða að húmanisminn reyni að kristna öll viðhorf þótt sammannleg séu (BG, 1965: 77), eins og ýmsir hafa réttilega bent á. Gagnrýni mín beinist alveg jafnt að þeim túlkunum sem sjá b<eði kristnar og heiðnar hugmyndir í sögunum og forðast alhæfingu útfrá öðrum hvorum siðnum. Gott dæmi um slíka túlkun er ítarleg úttekt Martins Van den Toorn í ritinu Ethics and Moral in Icelandic Saga Literature (1955). Van den Toorn færir að því rök að skipta megi sögunum í þrjá flokka eftir því hvort alþýðleg siðspeki Hávamála, norræn hetjusiðfræði eða kristinn siða- boðskapur sé ríkjandi í þeim. Það sem meginmáli skiptir er að í öllum túlkunum af þessu tagi er leitast við að heimfæra textann að tiltekinni siðspeki eða hugmyndakerfi, orð manna og athafnir veidd í net þess. Það er þessi túlkunaraðferð sem mér sýnist að hafi verið ríkjandi í athugunum á siðfræði Islendingasagna og í þessum skilningi eru rómantík og húmanismi í söguskýringum á sama báti. Því er auðvitað ekki að neita að þessi aðferð getur og hefur veitt okkur ýmislegan fróðleik um þann hugmyndaheim sem sögurnar ei u mótaðar af, en ég held að hún veiti okkur aðeins takmarkaða innsýn i það siðferði sem sögurnar lýsa ef niðurstöður hennar eru ekki metnar í víðara samhengi þess veruleika sem þær vísa til. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður sem vonandi eiga eftir að skýrast í framhaldinu, en tvær langar mig til að nefna nú þegar. I fyrsta lagi held ég að það sé yfirhöfuð hæpin leið til þess að auka skilning okkar á mannlegu siðferði að greina það einkum í ljósi meðvitaðra lífsskoðana og siðgæðishugsjóna, ekki síst þegar um er að ræða kerfisbundnar siðferðishugmyndir ákveðinna trúarbragða eða siðfræðikenninga. Þetta gildir hvort sem túlkunin gengur útfrá orðum og athöfnum sögupersóna sjálfra eða hugmyndum höfundar og skýrist m. a. af því að „málið, sem einstaklingarnir nota, er til á undan þeim og það flytur 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.