Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 106
Onelio Jorge Cardoso Ísabelíta Hún kom gangandi á eftir manninum sem líktist föður hennar. Hann var grennri og lágvaxnari en sveiflaði höndunum þegar hann gekk, einsog faðir hennar. Hann var æðaber og holdrýr en stritið hafði haldið vöðvum hans stæltum þrátt fyrir aldurinn. Þetta var í ljósaskiptunum og hún gekk á eftir manninum heim í kofa hans. Framvegis átti hún að búa þar og vera konan hans. Heimur Isabelítu komst næstum því fyrir í lófa manns, svo lítill var hann og falinn einsog fræ. En stundum teygði hann úr sér og gat þá náð frá skurðbakkanum þar sem kofinn þeirra stóð niður að ströndinni þar sem hún hafði átt nokkra sunnudaga. Að öðru leyti var heimur hennar lokaður frumskógur, úr sér vaxið illgresi, flat- bytnur á ánni hlaðnar viðarkolum, kolabrennsluofnar og fólk og andlit fólksins, hendur þess og klæði ævinlega þakin viðarkolaryki. Annað var þar ekki að finna, nema þá helst dagatölin sem þeim voru send í ársbyrjun, prýdd sápuauglýsingum og litmyndum af fögrum konum, léttklæddum. Stórra breytinga var ekki að vænta. Isabelíta var bara að flytja sig lengra inn í skógarþykknið, tveggja kílómetra leið, þangað sem kofi og ofnar mannsins voru. Hvítur hegri flaug yfir kjarrið með skræk. Isabelíta lyfti höfði án þess að nema staðar og fylgdist með flugi hans um stund. Fjaðrir hans voru hvítar og hreinar einsog höfuð föður hennar á sunnu- dögum. A sunnudögum var hann nefnilega vanur að leggjast á hnén á skurðbakkann og þvo sér um hárið með sápu og hún stóð hlæjandi við hlið hans og hellti vatni úr blikkdós yfir höfuð hans. Þegar hár hans þornaði var það hvítt einsog fjaðrir hegrans. — Næst þegar ég fer til Jaguey skal ég kaupa handa þér skó, sagði maðurinn. — Já, herra, sagði hún. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.