Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 106
Onelio Jorge Cardoso
Ísabelíta
Hún kom gangandi á eftir manninum sem líktist föður hennar. Hann
var grennri og lágvaxnari en sveiflaði höndunum þegar hann gekk,
einsog faðir hennar. Hann var æðaber og holdrýr en stritið hafði
haldið vöðvum hans stæltum þrátt fyrir aldurinn.
Þetta var í ljósaskiptunum og hún gekk á eftir manninum heim í
kofa hans. Framvegis átti hún að búa þar og vera konan hans.
Heimur Isabelítu komst næstum því fyrir í lófa manns, svo lítill
var hann og falinn einsog fræ. En stundum teygði hann úr sér og gat
þá náð frá skurðbakkanum þar sem kofinn þeirra stóð niður að
ströndinni þar sem hún hafði átt nokkra sunnudaga. Að öðru leyti
var heimur hennar lokaður frumskógur, úr sér vaxið illgresi, flat-
bytnur á ánni hlaðnar viðarkolum, kolabrennsluofnar og fólk og
andlit fólksins, hendur þess og klæði ævinlega þakin viðarkolaryki.
Annað var þar ekki að finna, nema þá helst dagatölin sem þeim voru
send í ársbyrjun, prýdd sápuauglýsingum og litmyndum af fögrum
konum, léttklæddum.
Stórra breytinga var ekki að vænta. Isabelíta var bara að flytja sig
lengra inn í skógarþykknið, tveggja kílómetra leið, þangað sem kofi
og ofnar mannsins voru.
Hvítur hegri flaug yfir kjarrið með skræk. Isabelíta lyfti höfði án
þess að nema staðar og fylgdist með flugi hans um stund. Fjaðrir
hans voru hvítar og hreinar einsog höfuð föður hennar á sunnu-
dögum. A sunnudögum var hann nefnilega vanur að leggjast á hnén á
skurðbakkann og þvo sér um hárið með sápu og hún stóð hlæjandi
við hlið hans og hellti vatni úr blikkdós yfir höfuð hans. Þegar hár
hans þornaði var það hvítt einsog fjaðrir hegrans.
— Næst þegar ég fer til Jaguey skal ég kaupa handa þér skó, sagði
maðurinn.
— Já, herra, sagði hún.
96