Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 59
Um Völundarkviðu drottning hans og dóttir þeirra Böðvildur, fá hvert um sig gersemar við sitt hæfi. Sjálfum konunginum smíðar Völundur silfri sveipaðar skálar úr höfuðkúpum sona hans. Slíkar gersemar, þó eitthvað séu úr öðru efni hið innra, reiða örlátir höfðingjar fram á góðri stund til að veita gestum sínum hlutdeild í dýrum veigum. I Völundarkviðu kynnumst við ranghverfu konunglegs örlætis og höfðingslundar, því að segja má að Völund beri heim í garð hjá Níðaði með hreinum ósköpum og að viðtökurnar sem hann hlýtur hjá konungi séu eftir því. Ber því að skilja skálasmíðina í þessu samhengi. Hún felur í sér hárbeitta íróníu sem mildast síst við það að konungurinn gerir sér fyrst í stað enga grein fyrir því hvers kyns gripi hann hefur þegið, og gildir hið sama um bæði drottningu og Böðvildi. Onafngreind drottning Níðaðar fær senda gimsteina frá Völundi sem hann hefur gert úr augum sona hennar. Nú mætti spyrja hvort kaldhæðnin byggist hér að nokkru leyti á því að sveinarnir tveir hafi verið augnayndi móður sinnar. Um það segir þó ekkert í kvæðinu. Hins vegar er það drottningin sem skoðar Völund augum og hefur orð á því, að því er virðist í áheyrn hans, að augun í honum séu áþekk ormsaugum. Er þannig fulls samræmis gætt þegar Völundur velur augu sona hennar sem efnivið í gjafir handa henni. Böðvildi konungsdóttur smíðar Völundur brjóstkringlur úr tönnum bræðra hennar. Böðvildur er dálítið barnaleg og glysgjörn og hrósar baugi sínum brotnum. Hvort heldur sem hún hefur skilið eða skynjað mátt baugsins, leggur hún í mikla hættu þegar hún biður Völund um að gera við hann. Skartgirni hennar og grunnhyggni sóma sér vel í einfaldri sál. Brjóstkringlurnar hæfa einmitt Böðvildi, því að þær er hægt að hengja utan á sig. Næsta stig hefndarinnar er þungun Böðvildar. Er það heildstætt atriði, ef svo má að orði komast, að því leyti að það bitnar á öllum þrem meðlimum konungsfjölskyldunnar sem eftir lifa á nokkuð svipaðan hátt og dráp bræðranna tveggja. Milli þessara tveggja atburða er mjög sterkt rökrænt samhengi. Annars vegar eru kóngsarfar numdir lífi og hins vegar lögð drög að nýjum en þó gjörsamlega ótækum erfingja. Skiptir þá ekki máli hvernig lesið er úr alkunnum tvískinnungi Völundarkviðu, það er að segja hvort Völundi er einber hefnigirni í huga þegar hann undir lok kviðunnar býður konungi að vinna eiða að því að þyrma Böðvildi og ófæddu afkvæmi þeirra Völundar og hennar, eða hvort einhver umhyggja leynist að baki orða hans. Sé hefnigirnin einráð, má ætla að svívirðing valdi sárum í þeim stað þar sem áður greru vonir. Sé hins vegar einhver samúðarögn í ræðu Völundar, er ef til vill látið að því liggja að sneið af konungsdæmi Níðaðar lendi þar sem síst skyldi. TMM IV 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.