Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 41
Saga og siðferði okkur áminning um að siðferðishugmyndir eiga sér langa og flókna sögu sem er órofa tengd félagslegum og menningarlegum þáttum. I ljósi þessarar staðreyndar er mikilvægt að siðfræðileg rannsókn taki jafnan mið af þeirri sagnfræðilegu vitneskju sem við höfum um viðkomandi þjóðfélag, og þrátt fyrir takmarkaða þekkingu mína á því efni langar mig til þess að nefna fáein atriði um íslenska þjóðveldið sem ég held að skipti miklu fyrir skilning á siðfræði Islendingasagna. I Sögu erkibiskupanna, sem var skrifuð um 1072, segir Adam frá Brimum að Islendingar hafi ekki neinn konung nema lögin. (BÞ, 1966: 87). Við þetta bætir Björn Þorsteinsson: [Landnámsjmenn urðu að bindast samtökum um allsherjarréttarreglur, lög til þess að draga úr viðsjám og auka félagslegt öryggi. A íslensku merkja lög að fornu samfélag, sem lýtur ákveðnum réttarreglum. „I vorum lögum“ — merkir í samfélagi voru eða hér á landi. (BÞ, 1966, 86). Þessi orð Björns eru í fullu samræmi við skilning Hobbes á samfélaginu, en að mati hins síðarnefnda dugir slíkt lagaveldi engan veginn til þess að halda mönnum í skefjum og tryggja félagslegt öryggi; til þess þurfi alráðan ógnvekjandi einvald sem neyðir þegnana til réttlætis. Hvað sem því líður, þá leikur lítill vafi á að siðferði fornmanna markast að verulegu leyti af því að þjóðveldið er samfélag án ríkisvalds til þess að framfylgja dómum og ákvæðum laganna. Um þetta segir Steblin-Kamenskij, sem fjallað hefur af hvað mestri skarpskyggni um siðfræði sagnanna: I þjóðfélagi án ríkisstofnana sem tryggðu öryggi þegnanna, þjóðfélagi án lögreglu, fangelsa, dómstóla, o. s. frv., var enginn til að verja einstaklinginn gegn óvinum hans. Hann varð sjálfur með aðstoð ættingja sinna að verjast fjendum sínum, þ. e. grípa til hefnda, oftast í þeirra virkustu mynd — drápi. (SK, 1981: 84). íslenska þjóðveldið skorti þær stofnanir sem þurfti til að framfylgja lögum og reglu og það er meginástæða þess að það gat aldrei orðið réttarríki í okkar skilningi þess orðs, þar sem ríkið er sú stofnun samfélagsins sem stjórnar í anda laganna og hefur vald til þess að framfylgja þeim. I þjóðveldinu dreifðist valdið á stærstu ættirnar og var á höndum helstu ættar- og héraðshöfðingja, goðanna. Goðarnir fóru með löggjafar- og dóms- vald á þingum og framkvæmdavald ásamt sakaraðiljum í deilumálum. Ættin var helsti bakhjarl einstaklingsins og á henni hvíldi framfærslu-, verndar- og hefndarskylda. (BÞ, 1966: 84). Það helst í hendur við þetta hve mikilvægt það var að eiga sér stuðning stórrar ættar eða annarra höfðingja og fjalla 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.