Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 76
Tímarit Máls og menningar
vissulega gerir það höfundi kleift að fjalla með eftirminnilegum hætti um
aðalminnið: samanburð á örlæti tveggja konunga. Eftir sem áður er uppá-
tæki Auðunar óskýrt og við verðum að láta okkur það lynda.
Frásagnarliðirnir kynning, utanför, heimkoma og sögulok eru hér á
sínum stað. Konungar eru tveir og milli þeirra óvinátta eins og í Hreiðars
þætti, en munurinn er sá að hér hlýtur söguhetjan sæmdir af þeim báðum.
Sagan er tvöföld í roðinu, því að það er óeðlilegt að túlka samskipti
Auðunar og Sveins sem svigagrein í frásögn af samskiptum hans við Harald;
þau eru mikilvægari en svo.
Agreiningur verður við Harald þegar er þeir hittast því að Haraldur
ágirnist bjarndýrið en Auðunn hefur ætlað það öðrum og vill ekki láta það
af hendi. Þar sýnir þessi íslenski sveitamaður staðfestu sína gagnvart kon-
ungi, og konungur sýnir sig verðugan tignar sinnar. Hann skilur að með
staðfestunni sýnir Auðunn honum í raun fyllstu virðingu með því að treysta
á að hann láti vera að ræna fátækan ferðamann sínum eina dýrgrip. Haraldur
ákveður því að reyna Auðun með því að leyfa honum að halda áfram.
Göfuglyndi Haralds er undirstrikað með samskiptum Auðunar við Aka,
sem rænir hann hálfu dýrinu, þótt hann sé skuldbundinn Sveini konungi.
Um það má hins vegar deila hvort eðlilegt sé að líta á samskipti þeirra
Auðunar og Sveins konungs sem óvissu og sættir, þótt það hafi verið gert,
en vissulega er suðurganga Auðunar ek. prófraun, þótt bæði hún og síðari
samskipti Auðunar við Svein Danakonung reyni meira á aðra eiginleika
Auðunar en hollustu hans við konunginn. Hitt er svo annað mál að allur
þessi þáttur er ekki síður prófraun fyrir Svein. Hann sýnir enn meira
þakklæti og örlyndi en Haraldur, og það er einmitt það sem við verðum að
ætla að Auðunn hafi búist við, og þar að auki sýnir hann hæfni sína til að
þekkja hinn góða mann, þegar Auðunn snýr aftur frá Róm illa leikinn.
Þegar Auðunn svo kemur aftur til Haralds hefur hann staðist allar próf-
raunir og nú reynir á örlæti Haralds, sem reynist mikið, en þó ekki eins og
Sveins.
III
Við höfum séð að í íslendingaþáttum er lagt kapp á að varpa ljósi á ákveðna
eiginleika aðalpersónanna, bæði mannkosti þeirra og ýmis sérkenni. Þetta á
bæði við um Islending og konung. Mannkostir hvers og eins eru hverju
sinni metnir í ljósi ákveðinnar hugsjónar eða fyrirmyndar, og sýnir það
hugmyndafræðilegt eðli þáttanna, en ágæti manna er stundum hulið eða
mannkostum þeirra ábótavant og því eru persónur bestu þáttanna ekki
66