Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 126
Timarit Máls og menningar óheppilega vilji til að orðið sé fleirtöluorð í íslensku, verður að þýða það með eintölu á norsku, þar sem orðið „dör“ getur komið fyrir í báðum tölum. Þessu hefur þýðandi ekki gert sér grein fyrir, og er þýðing hans á orðinu einskærum tilviljunum háð. Eitt sinn þegar Pétur er sofnaður, hugsar konan um langa búsetu þeirra „í leiguhúsnæði við ólæstar dyr“ (28), og er það þýtt með „i leigehusvære for ulxste dörer“ (22), eins og um fleiri dyr sé að ræða. Þegar takmarkinu er náð og konan endanlega búin að læsa útidyrunum að nýja húsinu, réttlætir hún forstofulífið í leiguíbúðinni með því að „þar hefðu dyrnar líka verið ólæstar" (98). Þetta er sömuleiðis þýtt með fleirtölunni „der hadde dörene vore ulæste“ (66). Þessar mörgu dyr þýðingarinnar eiga ekki bara við um leiguhúsnæðið. Þegar konan sér manninn í fjörunni telur hún í sig kjark með spurningunni: „Var hún ekki innan læstra dyra?“ (102), minnug þess að daginn áður hafði hún læst útidyrunum. Þetta er þýtt með: „Var ho kanskje ikkje innanfor Ixste dörer“ (69), og þessar einu og mikilvægu dyr þar með gerðar að mörgum. A þennan hátt er mörgum af lykilorðum sögunnar drepið á dreif, og á það ekki síst við um hugtök eins og t. a. m. „vald“ (33, 38, 51, 88), sem ýmist er þýtt með „kraft“ (25), „makt“ (28), „styrke" (37) eða „makt og mynde“ (60), og „kraftur“ (99) sem ýmist er þýtt með „styrke" (66) eða „kraft“ (66). Vegna margvíslegrar geigandi í beitingu orða verða lokin á bókinni næsta hrapalleg í norsku þýðingunni. Þegar konan gerir sig líklega til að opna útidyrnar fyrir manninum í fjörunni, fellur handleggur hennar undan eigin þunga: Hún fann tilfinningu hverfa, liðamót stirðnuðu frá öxl og fram í fingur unz handleggurinn var steinrunninn allur. (127). Hér er myndin alveg áþreifanleg, handleggurinn verður að steini. I þýðingunni segir hins vegar: Ho kjende kor kjensla kvarv, ledene stivna frá aksla og ut i fingrane til heile handa var steingjengen. (83) Algengast er að norska orðið „hand“ merki aðeins hönd og ekki hand- legg, en verra er að „steingjengen" sem upprunalega merkir að ganga í björg, er oftast notað í yfirfærðri merkingu um að verða furðu lostinn. Norskir lesendur sjá því annaðhvort fyrir sér hönd sem gengin er í björgin (föst í steinsteypu hússins?) eða sem er furðu lostin, steinhissa. Athugulir lesendur myndu eflaust velja síðari kostinn, því að skv. þýðingunni virðist hann vandlega undirbyggður í sögunni. Aðeins einu sinni áður er sagt frá því að 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.