Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 15
Er rétt að það sé ekkert mdlf
við, sniffefni, pillur af ólíklegustu tegundum, kókaín, amfetamín o. fl. Notkun-
in er ekki lengur bundin við samkvæmi í heimahúsum heldur fer hún oft fram
fyrir opnum tjöldum: á götum úti, í biðskýlum og leiktækjasölum.
Við þessa þróun hefur umræðan orðið meiri, almenningur tekur virkari þátt í
henni og kröfur til yfirvalda verða jafnframt háværari.
Við sem undanfarin ár höfum starfað hvað mest með unglingum á höfuðborg-
arsvæðinu höfum fylgst vel með þessari þróun og sífellt aukið þrýsting okkar á
yfirvöld, enda hefur komið í ljós að þetta er nákvæmlega sama þróun og varð í
grannlöndum okkar, hún er bara 10—20 árum síðar á ferðinni. Lokastig þessarar
þróunar er framundan. Þá taka alþjóðahringir yfir innflutning og dreifingu
efnisins, festa sér dreifingaraðila og neytendur og hleypa þeim ógjarnan út úr
vítahringnum nema yfir móðuna miklu.
Því er þetta rætt hér nú að fyrir síðustu jól kom út bókin Ekkert mál eftir
feðgana Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðarson. Þetta er saga einstaklings en
lýsir samt einkar vel því sem ég sagði frá hér á undan.
Bókin nær yfir fimm ára tímabil, frá vori 1978 til vors 1983, fyrstu fjögur árin
gerist hún aðallega í Reykjavík en síðasta árið í Kaupmannahöfn. Meginuppi-
staða bókarinnar er Iýsing á níu mánaða ferli heróínista í Kaupmannahöfn.
Sagan er látin hefjast á fyrstu heróínsprautunni, en í öðrum kafla er þróun
aðalsöguhetjunnar, Freddýs, rakin fram að því. Þar kemur fram að Freddý er í
menntaskóla í Reykjavík þegar hann fer að nota hass fyrir alvöru, og að hann er
í sterkum kunningjahópi sem tekur við honum þegar hann flyst að heiman,
aðeins sautján ára gamall. Sagan fer ekki djúpt í huga og persónulega mótun
Freddýs, en þó kemur fram hversu mjög tilveran snýst um hann sjálfan og
vímuefnanotkunina og hversu ótrúlega hratt það gerist. Hann hættir að lifa fyrir
annað.
Lýst er stuttlega lífi hassistanna í Reykjavík á þessum árum, hvernig þeir
smygla, hvernig þeir komast í kast við lögregluna eða sleppa frá henni og
hvernig þeir kynnast nýjum efnum eins og kókaíni og amfetamíni. Allt er í takt
við þróunina eins og hún varð í Reykjavík þessi ár.
A þessum fyrstu síðum bókarinnar er setningin „ekkert mál“ eins konar stef,
hún kemur fyrir fjórum sinnum á fyrstu 40 bls. I fyrsta lagi er ekkert mál að
smygla vímuefnum inn í landið, í öðru lagi er ekkert mál að sniffa heróín ef því
er bara haldið innan hóflegra marka, í þriðja og fjórða lagi er ekkert mál að
stinga fyrstu heróínsprautunni í æð. Eftir það hefst lýsing á hörmungargöngu
heróínistans og þá hætta hlutirnir að vera ekkert mál. Níu mánuðum seinna er
það annaðhvort meðferð eða dauðinn.
Meginuppistaðan í sögunni, lýsing á lífi heróínista í Kaupmannahöfn, er vel
gerð og sannfærandi. Hún er á engan hátt aðlaðandi en grípur lesandann samt
föstum tökum, og þrátt fyrir lýsingar á því hvernig heróín er búið undir
sprautun, hvernig sprautað er og á vellíðaninni eftir sprautuna, er hryllingurinn,
þjáningin og óttinn alltaf liggjandi í leyni. Þess vegna er þetta ekki kennsla í