Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 24
Tímarit Máls og menningar Sigurður Nordal fór hér að nokkru leyti aðra leið. í íslenskri menningu tók hann oftar en einu sinni fram að allt siðferði væri sprottið úr samfélags- lífi og að það væri aðeins á síðari stigum sem það tengdist trúarbrögðum.24 Ennfremur sá Sigurður örlagatrú Islendinga og hetjuskap, að hans dómi megineinkenni á forníslensku samfélagi, ekki sem afleiðingar af trúar- brögðum þeirra heldur trúleysi. Þetta trúleysi rekur hann svo til víkinga- ferða og landnáms í nýju landi.25 Hér er ekki staður né stund til að ræða þessar djörfu kenningar Sigurðar Nordal. Enda skipta þær ekki meginmáli í okkar sambandi. Það er hvort sem er orðin lærð siðfræði fremur en sprottin úr aðstæðum ef við rekjum hugmyndir Islendingasagnahöfunda til víkingaferða og landnáms tveim til þrem öldum fyrir þeirra daga. IV. Alþekkt eru orð Karls Marx þess efnis að ríkjandi hugmyndafræði í þjóðfélagi sé sú sem þjóni hagsmunum ríkjandi stéttar. Varla þarf að færa rök að sannleiksgildi þeirra eins og ég kem til með að nota þau hér, sem leiðsögutilgátu eða bara hugmynd. Tæpast dregur nokkur maður í efa lengur að það sé að jafnaði einhver skyldleiki milli þess sem þjóðir telja gott í sjálfu sér og þess sem er gott fyrir ríkjandi öfl þeirra. Þess vegna ætti að vera ómaksins vert að spyrja hvort örlagatrú og hetjuskapur eða lítillæti og trú á frjálsan vilja hafi komið sér betur fyrir íslenska höfðingja 12. og 13. aldar. Ég tala um höfðingja 12. og 13. aldar þó að bókmenntafræðingar segi okkur að Islendingasögur hafi varla verið skrifaðar að marki fyrr en á 13. öld, og sagan sem hér hefur verið tekin sem dæmi sé vissulega talin frá síðari hluta, kannski síðasta fjórðungi 13. aldar. En ég geri ekki ráð fyrir að það væri vænlegt til árangurs að leita í bókmenntum að hugmyndafræði stór- höfðingja Sturlungaaldar. Við verðum að gera ráð fyrir að fólk sé nokkuð fastheldið á siðareglur, og ég geri vissulega ekki ráð fyrir að Islendingasögur séu skrifaðar til að innræta fólki siði eða skoðanir. Eg geri aðeins ráð fyrir að fólk hafi tilhneigingu til að finnast það almennt gott sem er gott fyrir það sjálft, og að fólk sem hefur völd í þjóðfélagi hafi að einhverju marki aðstöðu til að gera eigin skoðanir að eign þeirra sem standa lægra í þjóðfélagsstigan- um. Frá því sjónarmiði séð er fullt eins líklegt að saga skrifuð á 13. eða 14. öld beri með sér viðhorf sem hefðu þjónað hagsmunum 12. aldar höfðingja. I stuttu máli sagt ætla ég að halda því fram að dýrkun á hetjuskap hafi verið nauðsynleg fyrir höfðingjastétt íslenska þjóðveldisins. Bændur voru, að minnsta kosti samkvæmt bókstaf laganna, frjálsir að velja hvaða goðorði þeir tilheyrðu, innan síns landsfjórðungs. Því voru engin sjálfsögð tengsl á 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.