Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 27
Dyggðir og lestir
innprenta ákveðna lausn á honum, og það er Þorgils saga og Hafliða í
Sturlunga sögu.
Síðari athugasemd mín er um siðfræði kvenna og hugmyndafræði handa
konum. Enginn þeirra sem hafa fjallað um siðamat fornsagna virðist hafa
haft áhyggjur af því að hin svokölluðu heiðnu gildi eiga stórum betur við
karla en konur. Eitt orðið yfir hetjuskap er raunar karlmennska, og skylda
merkingu hefur orðið drengskapur. Þá hlýtur að koma upp spurning hvort
eða hvernig þessi gildi eiga við konur. Þóttu þær, og þóttust, aðdáunarverð-
ari eftir því sem þær nálguðust það að vera karlmenn? Ef svo hefur verið
hefur það óhjákvæmilega falið í sér að kvenfólk væri í eðli sínu óæðra
körlum. Ef karlmennska var æðst dyggða meðal beggja kynja gátu konur
ekki att kappi við karla. Eða var kannski til annað siðakerfi handa konum,
ólíkt því sem þessi grein hefur fjallað um? Það væri efni í sérstaka rannsókn
að svara þessum spurningum.
Aftanmál
1 Björn M. Ólsen: Um íslendingasögur. Kaflar úr háskólafyrirlestrum (Rv.,
Bókmenntafélag, 1937—39), 44—45 (Safn til sögu Islands og íslenzkra bók-
mennta VI, nr. 3).
2 Hermann Pálsson: „Siðfræði Hrafnkels sögu.“ Tímarit Máls og menningar XXV
(Rv„ 1964), 270-85.
3 Bjarni Guðnason: „Þankar um siðfræði íslendingasagna." Skímir CXXXIX
(Rv„ 1965), 65-82.
4 Hermann Pálsson: Siðfraði Hrafnkels sögu (Rv„ Heimskringla, 1966).
— „Átrúnaður Hrafnkels Freysgoða." Skírnir CXLII (Rv„ 1968), 68 — 72.
— „Drög að siðfræði Grettis sögu.“ Tímarit Máls og menningar XXX (Rv„
1969), 372-82.
— „Um eðli íslendingasagna.“ Skírnir CXLIII (Rv„ 1969), 42 — 63.
— „Heitstrenging goðans á Aðalbóli." Skírnir CXLIV (Rv„ 1970), 31—33.
— „Hamingja í íslenzkum fornsögum og siðfræði miðalda." Tímarit Máls og
menningar XXXV (Rv„ 1974), 80—86.
— „Icelandic Sagas and Medieval Ethics." Mediaeval Scandinavia VII (Odense,
1974), 61-75.
— „Um gæfumenn og ógæfu í íslenzkum fornsögum." Afmcelisrit Björns Sigfús-
sonar (Rv„ Sögufélag, 1975), 135—53.
— „Um réttlæti í íslenzkum fornsögum." Andvari CIII (Rv„ 1978), 59—70.
— Ur hugmyndaheimi Hrafnkels sögu og Grettlu (Rv„ Menningarsjóður, 1981.
Studia Islandica XXXIX).
TMM II
17