Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 46
Tímarit Máls og menningar
hljóta að hafa notið virðingar í samfélagi sjálftektar, þar sem opinská víg voru
lögmæt. I slíku þjóðfélagi hefðu menn fljótlega upprætt hver annan, ef svo
hefði ekki verið litið á að ástæðulaust víg væri illvirki, ef friðsemd hefði
m. ö. o. ekki verið í hávegum höfð. (SK, 1981: 91).
I öðru lagi að kynni manna af kristni gátu orkað mjög tvímælis í þessu tilliti.
Þótt hinn bóklegi siðaboðskapur kristninnar einkenndist af náungakærleik
og miskunnsemi, þá kynntust menn henni í verki ekki síður í gegnum
ofsóknir, aftökur og hótanir um píslir og dauða. Það er nefnilega svo að
þegar siðferðishugmyndir öðlast sjálfstæði gagnvart persónuleikanum og
verða að meðvituðum hugsjónum þá er þeim gjarnan beitt sem kúgunar- og
ofbeldistæki ekki síður en til siðferðilegra framfara. Aherslan hvílir þá ekki
lengur á „veru mannsins, eins og hún birtist sem lifandi heild í atburðum
lífsins," eins og Einar Olafur Sveinsson kemst svo vel að orði (EÓ, 1943:
73), heldur koma upp möguleikar tvískinnungs og skinhelgi þegar menn í
orði kveðnu aðhyllast háleitar hugsjónir um réttlæti og dyggðugt líferni, en
breyta síðan í reynd af allt öðrunt hvötum. Dæmi um slíka tvöfeldni er vart
að finna í sögunum, en næg í samtíma okkar sjálfra.
Lykill að tilvísunum
AM, 1981 — Alasdair Maclntyre, After Virtue, University of Notre Dame Press,
1981.
BG, 1965 — Bjarni Guðnason, „Þankar um siðfræði Islendingasagna,“ Skírnir, 1965,
bls. 65-82.
BÞ, 1966 — Björn Þorsteinsson, Ný Islandssaga, Reykjavík: Heimskringla, 1966.
EÓ, 1943 — Einar Ólafur Sveinsson, Á Njálsbúd, Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag, 1943.
FH, 1821 — G. W. Friedrich Hegel, Recbtspbilosopbie.
FN, 1886 — Friedrich Nietzsche, Jenseits von Gut und Böse.
GK, 1975 — Gunnar Karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis,“ Saga Islands 2,
ritstjóri Sigurður Líndal, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1975.
HL, 1946 — Halldór Kiljan Laxness, „Minnisgreinar um fornsögur," Sjálfsagdir
blutir, Reykjavík: Helgafell, 1946, bls. 9—66.
HP, 1966 — Hermann Pálsson, Sidfrtedi Hrafnkels sógu, Reykjavík: Heimskringla,
1966.
HP, 1970 — Hermann Pálsson, „Heitstrenging goðans á Aðalbóli," Skírnir, 1970,
bls. 31-33.
36