Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 67
Um Völundarkvidu
Úr því að hagleikurinn átti ekki upp á pallborðið í mannheimi, hvers vegna
var þá Völundi ekki skipað í hóp með dvergum? Sumir hafa bent á að lítill
munur sé á álfi og dvergi, en rétt er þó að hugleiða þetta atriði örlítið nánar.
Arið 1967 birti prófessor Einar Haugen grein í afmælisriti tileinkuðu
Roman Jakobson um byggingu norrænna goðsagna. Við þá rannsókn beitti
hann aðferðum formgerðarmanna í málvísindum, gerði grein fyrir andstæð-
um, svo sem goðum og jötnum, sýndi greinarmörk andstæðna og einnig þau
fyrirbæri sem hvarfla á milli þeirra. Grein prófessors Einars er athyglisverð,
og því er hennar getið hér að í greiningu hans lenda álfar í flokki með
gobnm en dvergar aftur á móti með jötnum. Má minnast í því sambandi að í
Grímnismálum er Freyr sagður hafa þegið Alheim að gjöf frá goðum, og
æsir og álfar eru meðal gesta Ægis í Lokasennu og fleira mætti nefna, en svo
að aftur sé vitnað til Einars Haugen, þá nefnir hann álfa lítil goð en dverga
litla jötna. Hann ræðir ekki, sem vonlegt er, um þá menningarlegu aðhæf-
ingu sem hér hefur aðeins verið drepið á, en engu að síður styður nið-
urskipan hans á verum goðheims þá hugmynd að Völundur hafi upphaflega
verið þess konar goðmagn, þegar hann rak á fjörur norrænna þjóða, að þar
biði hans ekki goðkynjuð konungstign heldur yrði hann að sætta sig við
veröld þjóðtrúarinnar og verða konungur meðal álfa. Má hann þá hafa
haldið nokkru af frumeinkennum sínum með því að verða hvort tveggja í
senn, konungur og lítið goð. Aðlögunarerfiðleikar hans á norðurslóð lauma
þá inn þeirri grunsemd að í vissum tilvikum standi mýtan nær mannlífinu
sjálfu heldur en þjóðtrúin. Goðfræðilegum vangaveltum af þessu tagi hlýtur
þó hver og einn að taka með mikilli varúð og er því varlegast að láta hér
staðar numið.
57