Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 96
Tímarit Máls og menningar hafa bera vitni um sívirka þörf höfundarins til að endurskoða þær hug- myndir, sem hann gerði fyrst grein fyrir í bréfinu til Katkofs í ágúst 1865, og fyrr var vitnað til. I stórum dráttum má lýsa þeim breytingum, sem verða á sögunni meðan hún er skrifuð, sem hér segir: I fyrstu drögunum er engu líkara en að stúdentinn sem myrðir okurkerl- inguna láti stjórnast af „jákvæðum" hvötum, hann telur sig eiginlega vera að búa sig undir að sinna háleitum skyldum við mannkynið. Skáldsagan gerist á um það bil mánuði: þá gefur morðinginn sig fram og iðrast verknaðarins um leið. Glæpamaðurinn afneitar fyrirhafnarlítið fyrri hugmyndum sínum um rættlætingu verknaðarins: „Lögmál sannleikans og mannlegt eðli hafa sigrað, þau drápu sannfæringu hans, jafnvel án þess að hann snerist til andófs." Yfirbótinni er lýst sem meðvituðu og eindregnu vali: „glæpamaðurinn ákveður sjálfur að taka á sig þjáningu til að afplána verknað sinn.“ Sagan átti að vera í formi játningar, sem hefði vitanlega þrengt verulega sjónarhorn hennar. Hún átti að verða fimm—sex arkir og Dostoévskí bjóst við að ljúka við hana innan mánaðar. Endanleg niðurstaða varð allt önnur, enda þótt aðstæður Raskolnikofs í upphafi sögunnar, háski sá sem vofir yfir Dúnju systur hans í klóm hins lostuga óðalsherra Svídrígælofs og fleira þesslegt standi af sér hreinsunareld umskriftanna. Verulega er dregið úr „jákvæðum“ eða félagslegum útskýringum á verkn- aði Raskolnikofs. Þeim mun meir fer fyrir Napóleonshugmyndum hans, sókn í valdið valdsins vegna — meðan áhyggjur af velferð móður hans og systur og þátttaka í örlögum Marmeladoffjölskyldunnar verða með nokkrum hætti þáttur í sjálfsblekkingu, gloppóttu hugmyndakerfi sem hann rembist við að koma sér upp sér til réttlætingar. Skáldsagan gerist að mestu á tveim vikum, en spannar alls tvö ár með eftirmála sem er „opinn“ út í eilífðina. Raskolnikof ver skoðanir sínar fram yfir játningu og dóm, hann neitar því enn að hann hafi framið glæp sem veður er gerandi út af morguninn sem hann gefur sig fram (Sjötti hluti, sjöundi kafli). Hann þrjóskast við næstum því fram á síðustu blaðsíðu sögunnar — endurfæðing hans er þá fyrst rétt að hefjast, þegar hann hefur setið meira en ár í Síbiríu og á þá eftir að bíða frelsis og Sonju í sjö ár, rétt sem Jakob skyldi bíða Rakelar. Glæpamaðurinn gerir sér alls ekki grein fyrir ótal erfiðleikum yfirbótar- innar þegar hann gefur sig fram. Skáldsagan er ekki játning í fyrstu persónu, alvitur höfundur stýrir penna og lætur sterkar og sjálfstæðar raddir takast á um Raskolnikof: Rödd rannsóknardómarans Porfírís Petrovítsj, sem reynir að brjóta niður villu- 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.