Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 104
Tímarit Máls og menningar sama streng í bók sinni Skáldsaga Dostoévskís Glæpur og refsing, sem er einkum ætluð kennurum í bókmenntum. Bélof lætur sér ekki nægja að útskýra hálfgleymd orð og tíunda samviskusamlega það sem vitað er um Pétursborg ársins 1866, um glæpafaraldur, vændi, málaferli, ritdeilur og fleira úr þeim tíma sem endurómar í skáldsögunni. Hann kemst svo að orði í inngangskaflanum:19 Með persónu sinni refsar Dostoévskí þeim sem neita því að mannlífið sé heilagt og sýnir fram á, að hver einstaklingur er heilagur og ósnertanlegur og að í þessum skilningi eru allir menn jafnir. Mannlegur virðuleiki og manngildi byggja ekki á einhverjum siðferðilegum eða andlegum yfirburðum, ekki á því að tiltekinn maður sé „skynsamur", „góðviljaður" eða „góð sál“ heldur blátt áfram á því, að hver manneskja er mikilvæg. Allt — jafnvel hinir æskilegustu mælikvarðar hins góða, sanna og skynsamlega, fölnar frammi fyrir mikilleik og mikilvægi sjálfrar hinnar mannlegu veru, frammi fyrir andlegu lífi hennar. Hinn sovéski bókmenntafræðingur er bersýnilega kominn alveg upp að hlið Dostoévskís sjálfs í túlkun sinni. Svo mikið er víst, að hann er kominn óralangt frá því hagræðingarsiðgæði sem í sögu Sovétríkjanna var stundum kennt við stéttvísi og skipti fólki í raun í þarfa menn og óþarfa fyrir glæsta, rétta og skynsamlega framtíð, sem aldrei kom, því miður. Siðferði, sem afskrifaði þá „óþörfu" hiklaust í nafni hins „nýja sannleika“ — rétt eins og Rodíon gerði Raskolnikof, sem lyfti öxi yfir höfði gamallar kerlingar einn fúlan svækjudag í Pétursborg sumarið 1865. Heimildir 1. Dostojefskis Breve i Udvalg. Athenæum, Köbenhavn 1943, bls. 151 2. Breve i Udvalg, bls. 91 3. F. M. Dostoévskí: Písma I —III, M-L 1929—1934, II. bindi bls. 608 4. Písma, 1. bindi, bls. 411 5. Písma, 1. bindi, bls. 417—420 6. Breve i Udvalg, bls. 228 7. Um sköpunarsögu verksins sjá ma. F. M. Dostoévskí: Sobranie sotsjineníí, GíKhL, Moskva 1957, V. bindi, bls. 577 og áfram. Einnig J. Karjakín: Samoob- man Raskolnikova, Moskva 1976 8. Dostoévskí. Sobr. sotsj. V. bls. 585 9. Drögin að Glæp og refsingu voru fyrst birt 1931, en nú síðast í 30 binda heildarútgáfu á verkum Dostoévskís: Polnoé sobraníe sotsjineníi, Naúka, Len- ingrad 1973, VII. bindi, bls. 5—213. I þessari ritgerð er vitnað til þessa efnis eins og það er notað í bók V. S. Bélofs Roman F. M.Dostoévskogo Préstúpleníe í nakazanie. Kommentaríí, Leníngrad 1979, bls. 9 — 24, en einnig í athugasemdum við skáldsöguna í Sobr. sotsj. V. bindi, 1957 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.