Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 105
Glæpur og refsing
10. Bélof, bls. 19
11. Dostoévskí. Sobr. sotsj. V, bls. 580
12. Einmitt árið 1865 gaf frændi Napóleons og þáverandi keisari Frakklands,
Napóleon þriðji, út Sögu Júlíusar Sesars, sem var strax þýdd á rússnesku og varð
mjög umdeild. I formála bókarinnar er einmitt haldið fram svipaðri kenningu og
Raskolnikof hefur smíðað sér um rétt „óvenjulegra manna“ — eins og Sesars og
Napóleons frænda — til að beita öllum ráðum til að ná miklum markmiðum
sínum. Napóleon hafði reyndar mestalla öldina verið ungum mönnum mjög
hugstæður, bæði sem víti að varast og sem fyrirmynd þeirra sem lá mikið á á
framabrautinni. Þjóðskáld Rússa, Púsjkín, sem Dostoévskí mat umfram alla
höfunda aðra, víkur að þessu í ljóðaskáldsögu sinni, Evgení Onegín, en þar segir
svo í öðrum kafla (ort 1823):
Við Napóleónar viljum verða
og tvífætlinga miklu mergð
við teljum aðeins tæki okkar. . .
13. Dostoévskí: Sobr. sotsj. V, bls. 590
14. Geir Kjetsaa: „Forbrytelse og straff i samtidens kritikk." I Dostejevskijs roman
om Raskolnikov, Oslo 1975, bls. 141
15. D. I. Pisaréf: Sotsjinenia, Moskva 1956, IV., bls. 359
16. V. Érmílof: F. M. Dostoévskí, GíKhL, Moskva 1956, bls. 5
17. Érmílof, bls. 150
18. Karjakín, bls. 155
19. Bélof, bls. 22
95