Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 109
Isabelíta unnusta mannsins sem brosti á dagatalinu. Hún gekk út á völlinn með honum og tók meira að segja blómahattinn af konunni og setti hann á sig. Síðan hafði hún gefið manninum nafn og kallað hann Orlando. Og hann sagði alltaf við hana: „Augun þín blíð, ástin mín fríð.“ Það er líka hægt að syngja þetta, en Orlando sagði það án þess að syngja. Smátt og smátt fóru þau að venja komur sínar á völlinn og dveljast þar lengi hverju sinni, meðal blómanna. Einu sinni ýtti Orlando tannkremstúbunni til hliðar svo að hann gæti sýnt henni stjörnuna sem ætíð fylgir tunglinu. Oðru sinni hafði hún komið á undan Orlando á völlinn og þá úði allt og grúði þar af krókódílum. Þeir komu í áttina til hennar og hún gat sig hvergi hreyft og hún hljóðaði upp og kallaði á Orlando í örvæntingu sinni og þá kom hann fljúgandi á hvítum hesti með öxi sem var svo ný að vörumerkið var enn á skaftinu. Og hann hjó í sundur að minnsta kosti tuttugu krókódíla. Æ, hvað þessar minningar voru ljúfar, og hvað Orlando hafði verið góður þegar hann tók mjúklega um hönd hennar og bar hana upp að heitu andfiti sínu og sagði: „Isabelíta, ég elska þig!“ — Eg vil ekki að þig skorti neitt, en þú átt heldur ekki að hafa of mikið. Auðvitað verður þú að hegða þér sómasamlega. Þetta var rödd mannsins, og í þetta sinn hrökk hún í kút. — Já, herra, sagði hún. — Sjáðu nú, þarna er kofinn okkar. Hún nam staðar til að horfa. Það var ekki mikill munur á þessum kofa og kofanum heima. — Flýttu þér nú, ég ætla að þvo mér, sagði maðurinn og sneri baki í hana. Hún stóð kyrr og horfði og þorði ekki inn. Síðan leit hún á manninn til að sjá hvað hann aðhefðist; hann var þá lagstur á hnén á skurðbakkann, studdi sig með höndunum, laut fram og stakk höfð- inu í vatnið. Síðan dró hann það rennblautt upp úr vatninu. Þá var það örlítið hvítara en áður. Hann tók sápustykki upp úr vasa sínum og tók til við að sápa sig. Isabelíta hafði ekki augun af honum þótt nú væri tekið að skyggja og vart sæist handa skil. Loks sá hún það sem hún vildi ekki sjá: í rökkrinu glitti í mjólkurhvíta mynd nýþvegins höfuðs. Og þá rak hún upp óp: — Orlando! Og hljóp af stað, frávita af skelfingu, inn í skógarþykknið. Morguninn eftir var himinninn þungbúinn og fólkið var snemma á 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.