Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 111
Helga Kress
Úrvinnsla orðanna
Um norska þýdingu Ivars Eskeland á Leigjandanum
eftir Svövu Jakobsdóttur
FYRRI HLUTI
Skáldsagan Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur, sem kom út árið 1969, er
tvímælalaust eitt athyglisverðasta bókmenntaverk íslenskt sem út hefur
komið á síðari árum. Fer þar saman hnitmiðuð bygging, nákvæm notkun
sjónarhorns og óvanalega markviss beiting sjálfs tungumálsins, jafnt í
persónusköpun og sviðsetningu sem myndmáli og táknum. Efni og form
mynda órofa heild og verða ekki skilin sundur án þess að merking raskist
eða fari forgörðum. Þegar slíkt verk er þýtt yfir á annað tungumál skiptir
miklu að þýðandi geri sér grein fyrir aðferð höfundar og gæti að formi ekki
síður en efni og atburðarás.
Arið 1976 kom Leigjandinn út í Noregi í nýnorskri þýðingu Ivars
Eskeland undir nafninu Leigebuaren, og var þýðingin styrkt af Norræna
þýðingarsjóðnum sem þá var nýstofnaður. Af þeim fáu ritdómum sem
birtust um bókina mætti ætla að hér sé um einstaklega vandaða þýðingu að
ræða. „Svava Jakobsdóttir er omsett frá islandsk av Ivar Eskeland. Det har
han gjort vel,“ segir Jan Askelund í Rogalands Avis 15. október 1976. „Boka
er oversatt til plettfritt nynorsk av Ivar Eskeland,“ segir Ingvar Moe í
Vestfold Fremtid 4. nóvember 1976. „Ivar Eskelands oversettelse gjengir
tydelig de mange smá bevegelser i kvinnesinnet,“ segir Odd Abrahamsen í
Morgenbladet 18. nóvember 1976, og í Bergens Tidende sama dag fullyrðir
Magnus Böe: „Ivar Eskeland stár som garantist for en meget god oversett-
else.“
Það er athyglisvert að ritdómararnir virðast fremur vera að leggja dóm á
þýðanda en á þýðinguna, sem augljóst er að enginn þeirra hefur haft
forsendur til að bera saman við frumtextann. Umsagnir þeirra eru einnÍ£
dæmigerðar fyrir þá yfirborðslegu og marklausu umfjöllun sem oft vili
101