Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 133
bendingar um lausnina, sem hægt er að sjá eftir á, skal viðurkennt að lausnin kom mér á óvart. A hinn bóginn virtist snemma augljóst að glæpurinn yrði með einhverjum hætti í því fólginn að Páll risi upp og reyndist trúr sjálfum sér og hugsjónum sínum, fremur en slæmum húsbændum og hefur sjálfsagt einhverj- um lesanda fundist að glæpurinn hefði mátt vera stærri í sniðum, þótt álitamál verði að telja hvað unnist hefði við það. Persónufjöldi er mikill í bókinni og þarf ekki að orðlengja að mannlýsingar eru gerðar af miklum hagleik. I Gang- virkinu veikir það að mínu viti áhrifa- mátt þeirrar ádeilu sem í mannlýsingun- um felst að höfundi hættir til að draga upp heldur grófgerðar skrípamyndir, en i Drekum og smáfuglum þarf ekki und- an því að kvarta. Víst felst ádeila í mörg- um mannlýsingum, en þó hafa þær hvar- vetna dýpt sem gerir þá skoplegu tragí- kómíska. Ástæðulaust er að fara að telja hér upp frábærar mannlýsingar, þó freistandi sé að nefna örfá dæmi. Skáldið Aron Eilífs verður skýrara, í senn skop- legra og aumkunarverðara, og sýnist reyndar hafa drætti úr ólíklegustu átt. Hin virðulegu hjón á Ásvallagötunni, Bjarni Magnússon skrifstofustjóri og Kamilla, eða frú Camilla, verða ógleym- anleg og jafnvel frúin sýnir dálítið óvænta hlið og er þó eðli sínu trú. Eft- irminnilegustu og rækilegustu mannlýs- ingar, fyrir utan Pál sjálfan, verða þó að mínum dómi þeir Valþór ritstjóri og Finnbogi Ingólfsson blaðamaður og skáld. í lýsingu Valþórs og ýmsum góð- um kostum hans felst vitaskuld hluti af skýringunni á langlundargeði Páls, en hann er líka dæmi þess að sá sem hefur selt sál sína fjandanum, fær ekki aftur snúið. Finnbogi Ingólfsson er að því leyti tragískara dæmi um sömu villu sem Umsagnir um bœkur hann er Valþóri gáfaðri og skilur betur hvað hann hefur gert, enda verða örlög hans í samræmi við það. Páttur hans er einn hinn eftirminnilegasti í bókinni. Þótt mannlýsingar séu mikilvægar og skemmtilegt sé að athuga þær hverja um sig felst megingildi þeirra í hlutverki innan stærri heildar. Stjórnmálasaga og breyttar ytri aðstæður á Islandi á fimmta áratugnum eru vissulega mikilvægt efni í sögunni en meginviðfangsefni hennar virðist mér þó vera djúptækar breyting- ar á andlegum og siðferðilegum innvið- um þjóðarinnar í kjölfar breytinga á ytri aðstæðum. Höfundur telur bersýnilega að aukið fjármagn og gróðamöguleikar sem leiddi af hersetu erlendra stórvelda í landinu hafi sýkt hugarfar þjóðarinnar og brotið niður siðferðisþrek þeirra sem veikir voru fyrir, en þeir voru furðu- margir, bæði til sjávar og sveita. Þessi mynd verður trúverðug, af því að svipuð þróun verður hjá svo mörgum persón- um í bókinni, en jafnframt er brugðið upp myndum af annars konar fólki, oft- ast af eldri kynslóð en einnig ungu, sem heldur jafnvæginu. Vera má að skilin séu nokkuð skörp en þó skín víðast í gegn samúð með því alþýðufólki sem verður draumnum um gullið að bráð. Oðru máli gegnir um þá skuggalegu valda- klíku sem hefur miðstöð sína í Árroða- húsinu svo nefnda og virðist stjórna ekki bara landinu og fjárhag þess heldur einn- ig því litla blaði Blysfara þar sem Páll Jónsson hefur atvinnu sína. Þegar þeir menn koma við sögu verður ádeilan hörðust og brugðið er upp nokkrum afar ógeðfelldum myndum. En Ólafur Jóhann hefur kosið að sveipa hin illu öfl, hvort sem eru innlend eða erlend — þau erlendu koma beint við sögu í þætti Finnboga Ingólfssonar —, nokkurri dul. Návist þeirra og áhrifamáttur í Árroða- 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.