Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 134
Tímarit Máls og menningar
húsi kemur fram sem hugboð og tilfinn-
ing Páls ekki síður en í nokkrum
áþreifanlegum atvikum. Þessi dul eykur
tvímælalaust listrænan áhrifamátt bókar-
innar og er í fullu samræmi við hið
takmarkaða sjónarhorn sem leiðir af frá-
sögn í fyrstu persónu.
Höfundur notar táknmyndir af goð-
sagnaætt, ekki síst úr Völsunga sögu, til
að vekja og efla tilfinningu fyrir þeim
ógnum sem að þjóðinni steðja á sögu-
tímanum. Mótvægi við hið illa skapa
umfram allt myndir af góðu fólki og
minningar um það — amma Páls er hon-
um enn sem fyrr hugstæð — og ekki
síður saga þjóðarinnar og náttúra lands-
ins. Til þessara afla sækir Páll styrk sinn,
og eru mjög eftirminnilegar ýmsar lýs-
ingar á einverustundum hans úti í nátt-
úrunni. En þótt einvera í náttúrunni sé
honum mikilvæg uppgötvar hann líka
gildi vináttu, samstöðu og ástar: mað-
urinn getur ekki staðið einn hversu
dyggur sem hann kann að vera.
Drekar og smáfuglar er bók full af
ógnum, full af ugg og kvíða, en því fer
þó fjarri að slíkar tilfinningar séu ein-
ráðar í bókarlok. Mótvægi skapast um-
fram allt af þeirri hamingju sem Páll
hefur fundið í hjónabandi sínu. Það er
engan veginn auðvelt og hefur enda
reynst mörgum höfundi ofviða að draga
upp myndir af kyrrlátri hamingju ósköp
venjulegs og öfgalauss fólks sem geti
myndað trúverðugt mótvægi við myndir
af illsku og óhamingju, þar sem listin er
einatt í essinu sínu. Eg skal ekki segja
hvort Ólafi Jóhanni hefur tekist þetta til
fullnustu. Endanlega verður það víst
alltaf undir lesandanum komið og hans
eigin hugarástandi.
Drekar og smáfuglar er að mínu viti
glæsilegt ris á rithöfundarferli Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar og saga hans af Páli
Jónssyni eitt af öndvegisverkum ís-
lenskrar skáldsagnagerðar.
Vésteinn Olason
MYGLU SJÓNARINNAR
FEYKT BURT
A miðju ári 1983 sendi Hannes Péturs-
son frá sér sína áttundu ljóðabók undir
heitinu 36 Ijóð (Iðunn). Það er skemmst
frá því að segja að með henni styrkir
hann og festir í sessi þá endurnýjun í
ljóðagerð sinni sem hófst með Heim-
kynnum við sjó þremur árum fyrr.
Sú endurnýjun lýsir sér í stuttu máli
einkum í aukinni hnitmiðun í byggingu
ljóðanna, einfaldleika í orðfæri og stíl
sem hefur í för með sér kraftmeira
myndmál og meiri einlægni. A þennan
hátt uppsker Hannes tilfinningalega
dýpri ljóð en nokkru sinni. Það er engin
tilgerð í ljóðum þessara bóka, heldur
sterk tilfinning bakvið hvert orð og engu
er ofaukið. Hannes hefur skerpt ljóðmál
sitt svo mjög að sérhvert orð fær aukið
vægi. Öll óþarfa lýsingarorð eða endur-
tekningar sem stundum koma fyrir í
fyrri bókum hans og virka sum hver
yfirborðskennd, hafa verið skafin brott.
Hugmyndalegur grundvöllur Hann-
esar hefur einnig tekið breytingum. I
Heimkynnum við sjó tekst hann af meiri
alvöru og einurð en fyrr á við samtíð
sína og vanda hennar samhliða stærri
spurningum um tilvist, líf og dauða, auk
þess sem skáldskapurinn og gildi hans er
orðið áleitnara viðfangsefni. I stað þess
að endurlifa, lifa uppá nýtt ákveðna at-
burði fortíðarinnar, reynir skáldið að
spegla nútíðina í fortíðinni. Skáldið hef-
ur stigið út úr sínum eigin innlöndum,
tekur til meðferðar fyrirbæri og atvik
124