Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 142
Tímarit Máls og menningar Nokkuð liggur það í eðli efnis og að- ferðar, a. m. k. fyrir þá lesendur sem ekki eru tölfróðir eða hagfróðir; þeir verða bara að bíta í það súra epli. Þó held ég að létta mætti undir með vissum lagfæringum á efnisröð og með miklu fyllri útskýringum á þyngstu atrið- unum. Ekki bætir úr skák, að bókin er sneisa- full af alls konar prentvillum, en leiðrétt- ingar á flestum þeim verstu fylgja á blaði, og skyldi hver maður færa þær inn áður en hann les. Svo er afleitt að þurfa að lesa bókina á ensku. Raunar heldur ófimlegri ensku (og veit ég þó ekki gjörla hvar enskan er gölluð í sjálfu sér og hvar afskræmd af setjaravillum). En það er ekki bara það, heldur er óhjákvæmilega til trafala fyrir Islending að fá ekki á frummálinu rót- gróin hugtök og heiti úr þjóðlífinu, svo og orðalag heimildanna þar sem því er að skipta, íslenskra og danskra. Efnið er líka svo sérhæft, að það teygist víða út undan þeim orðaforða sem okkur er flestum tamur á ensku. Það er meira að segja ekki alveg laust við efnisvillur sem hljóta á einhvern hátt að stafa af veseni með enskuna, svo sem sú staðhæfing (bls. 11) að þegar á söguöld hafi rœktar- land verið á þrotum og ekkert land látið liggja í tröð (no new land to break . . . no land allowed to lay [svo] fallow). Það þyrfti sem sagt endilega að koma bókinni á framfæri í íslenskri gerð, sæmilega alþýðlegri. Það verðskuldar hún margfaldlega. Helgi Skúli Kjartansson EÐLI DRAUMA Matthías Jónasson: Eðli drauma. Til- raun til sálfræðilegrar túlkunar. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1983. Sjaldgæft er að menn setji saman stór og vönduð fræðirit, þegar þeir eru komnir á níræðisaldurinn. Þess eru þó dæmi. Eitt þeirra er prófessor Matthías Jónasson. A síðastliðnu hausti, þegar hann var að hefja 82. æviárið, kom út bók hans Eðli drauma, 300 bls. rit, efnismikið og vandað í alla staði. Að baki þessu riti er bersýnilega geysimikil vinna: firnamikill lestur fræðirita, mat þeirra og yfirvegun. Engin ellimörk er unnt að greina á þessu ritverki. Oll umfjöllun höfundar er hnit- miðuð og einstaklega skýr. Mér er og til efs að sú ritleikni og næmleiki á íslenska tungu, sem höfundur er löngu kunnur fyrir, sé meiri í öðrum ritum hans. Vera má raunar að sumum finnist dr. Matthí- as rita þungt mál, *n sá þungi er þá einkenni þrautþjálfaðrar hugsunar, sem fæst við flókin viðfangsefni, og hlýtur jafnframt að gera ráð fyrir nokkurri ein- beitingu af hálfu lesandans. Slíkt er eng- um vorkunn, því að í því er fólgið gott og hollt nám. Dr. Matthías er að líkindum kunnast- ur sem uppeldisfræðingur og skólamað- ur. Rit hans Athófn og uppeldi (1947), Nýjar menntabrautir (1955), Nám og kennsla (1971), auk fjölmargra ritgerða, eru öll uppeldis- og kennslufræðilegs eðlis. Um langt skeið gegndi hann próf- essorsembætti við Háskóla íslands, — raunar sá fyrsti —, og um árabil var hann virkur þátttakandi í skólamálaumræðu í landinu. A síðari árum virðist hugur dr. Matthíasar hafa beinst meir og meir að hreinsálfræðilegum viðfangsefnum. Um það bera vitni þrjár bækur hans: 132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.