Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 145
sálarlíf dreymandans" (bls. 291). Af
þessu leiðir að höfundur hafnar alfarið
öllum öðrum orsökum drauma, þ. e.
yfirskilvitlegum. Draumar hafa ekkert
spásagnargildi, og ekki getur draumur
heldur stafað frá hlutdeild að vökulífi
annarrar veru. Varðandi þetta tekur dr.
Matthías tvo höfunda til athugunar, þá
Hermann Jónasson frá Þingeyrum og
dr. Helga Pjeturss, og kemst að þeirri
niðurstöðu að frásagnir þeirra og sjónar-
Umsagnir um bækur
mið séu vísindalega ómarktæk. Vel get
ég fallist á að þessi niðurstaða gildi um
þá tvo höfunda, sem um er fjallað. Ollu
meiri vafa tel ég leika á, að málið sé þar
með til lykta leitt.
Að lokum vil ég geta þess að öll út-
gerð og frágangur þessarar bókar er til
hreinnar fyrirmyndar. Sem dæmi þess
vil ég nefna, að þrátt fyrir nákvæman
lestur, fann ég ekki eina einustu prent-
villu. Slíkt er sjaldgæft, að ég hygg.
Sigurjón Björnsson
Höfundar efnis í þessu hefti:
Arni Bergmann, f. 1935. Ritstjóri Þjóðviljans.
Cardoso, Onelio Jorge, f. 1914. Kúbanskur rithöfundur. Hann skrifar smásögur um
líf þess fólks sem fátækast var fyrir byltingu, sjómanna, kolagerðarmanna,
smábænda, og er ákaflega vinsæll í heimalandi sínu.
Elías Mar, f. 1924. Rithöfundur.
Gunnar Harðarson, f. 1954. Doktor í miðaldaheimspeki frá Sorbonne. Hefur gefið
út ljóðin 15 smára (1980), ljóðabókina Frásögur — Ijóð (1982) og 12 smára (1984).
Gunnar Karlsson, f. 1939. Prófessor í sagnfræði við H.I.
Haraldur Bessason, f. 1931. Prófessor í íslenskum fræðum við háskóla Manitoba-
fylkis í Winnipeg.
Helga Kress, f. 1939. Dósent í bókmenntum við H.í.
Helgi Skúli Kjartansson, f. 1949. Sagnfræðingur.
Hermann Pálsson, f. 1921. Prófessor í íslensku við háskólann í Edinborg.
Ingibjörg Haraldsdóttir, f. 1942. Skáld.
Kristján Arnason, f. 1935. Bókmenntafræðingur og kennari við H.í.
Kristján Jóhann Jónsson, f. 1949. Rithöfundur. Er nú búsettur í Osló.
Magnús Skúlason, f. 1939. Læknir.
Páll Valsson, f. 1960. Nemi í íslensku og heimspeki við H.I.
Sigtryggur Jónsson, f. 1952. Sálfræðingur og starfsmaður Unglingaráðgjafarinnar.
Ráðgjafi Utideildarinnar í Reykjavík síðan 1982.
Sigurjón Björnsson, f. 1926. Prófessor í sálarfræði við H.í.
Stefán Hörður Grímsson, f. 1919. Skáld.
Vésteinn Olason, f. 1939. Dósent í ísl. bókmenntum við H.í.
Vilhjálmur Arnason, f. 1953. Doktor í heimspeki frá Purdueháskóla í Bandaríkjun-
um. Kennari við H.I. Doktorsritgerð hans fjallaði um siðfræði.
135