Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 20
Tímarit Máls og menningar hann viðhorf miðaldamanna til náttúrunnar, dauðans og annarra manna, og finnur þar dæmi um þessi „þrjú stig“, sem hann reynir að lýsa nánar. Astæðulaust er að eyða miklu púðri í að hrekja kenningar þessara rita: fyrirbærum hugarfarssögunnar er þar raðað upp í einhverja „þróunarlínu“ eftir fyrirfram gerðum kenningum, án þess að fyrir því sé nokkur fótur í heimildum og stundum þvert ofan í tímatalið. Auk þess er þar víða farið frjálslega með staðreyndir, svo ekki sé meira sagt.2) Þótt franskir sagnfræð- ingar hafi tekið þessum ritum með velvild, forðast þeir sjálfir svo klunnalega rassmalagesti af kenningum að vera, þar sem reynt virðist vera að bjarga ýmsum kreddum dólgamarxisma með því að útvíkka hann eða hafa á honum endaskipti. Samt kemur fram hjá mörgum þeirra, að þeir álíta að hugarfarið þróist eftir ákveðnum lögmálum í samræmi við aðrar hliðar sögunnar eða kannske í kjölfar þeirra. Jacques Le Goff vitnar með sýnilegri velþóknun í spakmæli Ernest Labrousse, að í þróun sögunnar sé „þjóðfé- lagskerfið á eftir efnahagskerfinu og hugarfarið á eftir þjóðfélagskerfinu“. I samræmi við þessa kenningu hefur hann — og reyndar fleiri sagnfræðingar franskir — ríka tilhneigingu til að nota orðið „hugarfar“ um þau fyrirbæri, sem þeir telja að séu „á eftir tímanum" hverju sinni, — leifar af fortíðinni, þegar aðrir þættir þjóðfélagsins eru „komnir lengra“. En bæði um þessa „þróunarkenningu" í hvaða mynd sem hún er og um þau tengsl sem gert er ráð fyrir milli efnahagslífs og hugarfars gildir það sama og áður var sagt um önnur viðhorf franskra sagnfræðinga: þetta eru óljósar og almennar hug- myndir, sem ekki er hægt að halda fram sem staðreyndum án ítarlegra rannsókna. 3. Oll þessi viðhorf, sem hér hefur verið greint frá, eiga rætur að rekja til þess, að í sviptivindum franskrar sagnfræði hefur hugarfarssaga tekið við sem tískustefna á eftir efnahagssögu, og verður ekki betur séð en þau stuðli að því að brengla yfirsýnina og koma á fordómum þar sem engra fordóma er þörf. En hugarfarssagan, sem hefur náð betur til fransks almennings en nokkur sagnfræðigrein eða -stefna á undan henni, er einnig tískustefna í frönskum fjölmiðlaheimi og fylgir sem slík lögmálum þeirra tískustefna sem spretta upp á Signubökkum með ákveðnu millibili. Eitt lögmálið, og kannske það sem mest ber á, er að slíkri stefnu verður jafnan að fylgja eitthvert vígorð, stutt setning í formi spakmælis eða þá eitt orð, sem menn geta lært utan að eins og máli gæddir nátthrafnar og endurtekið síðan usque ad nauseam eins og töfraformúlu í þeirri trú að þeir hafi höndlað sann- leikann. Væri hægt að rekja sögu fransks menntalífs í marga áratugi með því 418
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.