Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 26
Tímarit Máls og menningar og hafði í för með sér ofsóknir gegn saklausu fólki og galdrabrennur. Sagnfræðingar nefna það oft sem skýrt dæmi um breytingu á hugarfari manna í álfunni, hvernig dómarar á seinni hluta 17. aldar hættu smám saman að ákæra menn fyrir galdra, þótt trúin á slík fyrirbæri væri ekki að öllu leyti úr sögunni. Segja má að ótti við drauga, galdramenn og kvennaþjófa með eiturlyfja- sprautur sé ástæðulaus og verði að flokkast undir hjátrú — enda fer því fjarri að hann sé jafnan til staðar — en unnt er að benda á ótta sem er af eðlilegum ástæðum sammannlegur en tekur þó á sig ólíkar myndir á hinum ýmsu tímabilum sögunnar: óttann við dauðann. Rómverska skáldið Lúkretíus heldur fram þeirri kenningu, sem mörgum þætti furðuleg nú á dögum, að þessi ótti sé undirrót félagslegrar upplausnar eins og þeirrar sem var í Rómaveldi á hans dögum, og því sé nauðsynlegt að vinna bug á honum. Svo virðist sem menn hafi á þessum tíma einkum verið hræddir við einhver grimmileg örlög hinum megin, og því reynir Lúkretíus, eins og meistari hans Epikúr, að losa menn við þennan ótta með því að sanna að ekkert framhaldslíf sé til, — sálin deyi áreiðanlega með líkamanum. I þetta ver hann 3. bók ljóðabálks síns Um náttúruna, og eftir að hafa talið upp einar þrjátíu sannanir fyrir sínu máli, setur hann fram fagnaðarboðskapinn í einni meitlaðri ljóðlínu: Nil igitur mors est ad nos neque pertinet hilum. „Dauðinn er þess vegna ekkert og kemur okkur ekki ögn við.“ Þessi kenning, sem komin er frá Epikúr, virðist hafa fengið talsverðan hljóm- grunn hjá Rómverjum þessa tíma, því að bergmál af henni kemur oft fyrir á áletrunum á legsteinum. Sams konar hugmynd um að fyrst og fremst beri að óttast dauðann vegna hættunnar á einhverjum skelfingum hinum megin kemur mjög skýrt fram í Hamlet: To die, to sleep; To sleep, perchance to dream — ay, there’s the rub: For in that sleep of death what dreams may come, When we have shuffled off this mortal coil, Must give us pause. (I íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar frá 1970: Deyja í svefn, — svefn, kannski drauma-dá! jú þar er snurðan; því hvaða draumar dauðasvefnsins vitja, 424
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.