Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 32
Tímarit Máls og menningar
legt táknmál af svipuðu tagi og menn hafa jafnvel með góðum rökum túlkað
franska garða 17. og 18. aldarinnar sem merki um viðhorf manna á þessum
tíma til náttúrunnar.3)
Þessi rannsókn er gjarnan margþætt, því ekki nægir að skilgreina reglur,
sem ráða merkjunum og „gefa þeim merkingu" eins og verið væri að setja
fram málfræði lifandi tungumáls, heldur verður líka að afmarka „héruð“, ef
svo má segja, í „heimi merkjanna“, — þ. e. a. s. afmarka ákveðna heild
„spora", sem er þá gjarnan kölluð „corpus“, og rannsaka uppbyggingu
hennar, samfléttun hinna ýmsu þátta, tíðni þeirra o. þ. h. Einfalt dæmi um
slíkan „corpus“ er safn skyldra rita frá sama tímabili, — t. d. mætti segja að
íslendingasögur í heild séu skýrt afmarkaður „corpus“. Annað dæmi ger-
ólíkt eru Etrúskaspeglar frá síðustu öldum fyrir Krist með myndum ristum
á bakhliðina: allt þetta samstæða og fjölbreytta myndefni (fundist hafa
1500—2000 speglar af þessu tagi) sýnir hvernig Etrúskar túlkuðu og tileink-
uðu sér gríska goðafræði og hverju þeir höfðu einkum áhuga á. I rannsókn-
um sínum á „afkristnun“ í Suður-Frakklandi á 18. öld kannar Michel
Vovelle „corpus“ erfðaskráa frá Provence-héraði. Philippe Ariés athugar
hins vegar „corpus" grafreitalistar (lágmyndir á legsteinum, styttur og slíkt)
í rannsóknum sínum á viðhorfum Vesturlandabúa til dauðans.
Þessi margþætta rannsókn á „heimi merkjanna" má þó aldrei „svífa í
lausu lofti“, heldur verður líka að kanna skilyrðin fyrir því að merkin geti
borist manna á milli á hverjum tíma. A því eru ýmsar hliðar: nauðsynlegt er
að rannsaka hvernig menn komast í kynni við merkjakerfin í bernsku,
þ. e. a. s. uppeldi, skóla og slíkt, og svo verður líka að taka til athugunar
hvernig merkin breiðast út. A fyrri öldum höfðu ekki aðeins skólar stórt
hlutverk í þeim efnum, heldur líka konungshirðir og klaustur: „alþjóða-
stofnun" eins og sistersíanska reglan breiddi út í Evrópu á 12. öld alveg
sérstakan byggingarstíl svo og vissa tegund guðrækilegra bókmennta. En
merki breiddust líka út í kringum kaupstefnur, pílagrímsferðir (sem fylgdu
ákveðnum leiðum í gegnum stóra hluta Vestur-Evrópu) o. þ. h. Loks
verður að athuga samspil merkja og umhverfis: það hefur lítil áhrif að segja
draugasögu á markaðstorgi í Orléans á annatíma eða lýsa bellibrögðum
kvennaþjófa með klóróformklúta í skíðaskála á reginfjöllum . . . Lucien
Febvre og fleiri sagnfræðingar í kjölfar hans hafa lýst ýmsum þáttum í
lífskjörum fyrri alda — varnarleysi gegn kulda og myrkri, sultartímum sem
enduðu kannske í óskaplegu ofáti, giftingum unglinga, óskaplegum barna-
dauða o. s. frv. — sem gerðu allar andstæður miklu skarpari og höfðu í för
með sér að merki fengu annað gildi og menn voru móttækilegir fyrir þeim á
annan hátt en nú myndi vera.
I þessari skilgreiningu viðfangsefnisins og aðferðum til að fást við það er
430