Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 46
Tímarit Máls og menningar
háskalegt við uppeldisaðferðir hennar; því ef skyggnst er lengra aftur í
tímann, til fyrri hluta 18. aldar, verður ekki betur séð en þessar aðferðir hafi
verið almennt viðurkenndar, jafnt af yfirvöldum sem almúga. Það er því
þessi hefðbundni skilningur á því hvað væri normalt barnaeldi fremur en
hin nýja skilgreining upplýsingarmanna á þessu sama sem þarfnast skýr-
ingar.
III
Það torveldar skýringartilraunir í þessa veru að þekking okkar á uppeldis-
venjum fyrir upplýsingartímann byggist að mestu á heimildum sem sjálf
upplýsingarherferðin hefur skilið eftir sig. Þetta er eitt af mörgum dæmum
um að hversdagsleg menningareinkenni koma ekki fram í heimildum fyrr en
þau taka að breytast. Meðan siðvenjan er óumdeild, er hætt við að hún skilji
ekki eftir sig nein spor.
Helstu heimildir um uppeldisaðferðir almennings og viðhorf eru eflaust
dagbækur og sjálfsævisögur. (Pollock 1983:68—77) Gallinn er sá að fáar
slíkar hafa varðveist frá tímabilinu fyrir 1800. Flestar þeirra sem hafa
varðveist eiga auk þess rót að rekja til efri laga þjóðfélagsins. En að því
marki sem slíkar frásagnarheimildir eru tiltækar, liggur beint við að nota
þær til að sannprófa tilgátur sem byggjast á heimildum af hugmyndafræði-
legum toga, t. d. skýrslum embættismanna.
Tvö dæmi má taka úr skýrslum til að skýra þann túlkunarvanda sem hér
er til umræðu. Bæði eru sótt í áðurnefndar rannsóknir á eldi ungbarna og
ungbarnadauða.
Héraðslæknirinn í Nedertorneá lýsir ástandinu á eftirfarandi hátt í
skýrslu sem hann sendi heilbrigðisráðuneytinu 1840:
Enga hef ég séð meðhöndla börn sín af jafnmiklu ástleysi og Finna.
Daginn út og inn liggja þau og arga í vöggunni, húðlaus af vanþrifum
og óværu án þess að nokkur skipti sér af þeim. Þau fá aldrei
móðurmjólk ef móðirin getur útvegað aðra fæðu handa þeim, þess í
stað er þeim gefin þykk og seigfljótandi súrmjólk í sóðalegum dúsum
sem eru aldrei þvegnar. (Brándström og Sundin 1983:218)
í annarri skýrslu frá dönskum lækni, P. A. Schleisner, um heilbrigðisástand
á Islandi upp úr 1840 má lesa:
Sérkennilegt ungbarnaeldi tíðkast enn á íslandi [í því fólgið að
ungbörnum er gefin kúamjólk í stað brjóstamjólkur], sem ég get ekki
444