Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 51
Bernskan í hugarfarslegu Ijósi Hér er kveðið að þeirri stefnu í mannfræði sem kennd er við táknbundna greiningu (symbolic analysis) og Clifford Geertz er fremsti talsmaður fyrir. Markmið hennar er að afhjúpa þá merkingu sem liggur að baki mannlegra athafna og menningu. Menning er hér skýrð sem merkingarmynstur er felst í táknum og færist í tímans rás frá kynslóð til kynslóðar — kerfi arftekinna hugmynda sem eru tjáðar í táknrænni mynd; með hjálp þeirra tjá menn, viðhalda og þróa þekkingu sína og viðhorf til lífsins. (Geertz 1973:89) Geertz leggur ennfremur áherslu á að menning setji mönnum skorður með því að hún skilgreinir það svigrúm sem menn í tilteknu samfélagi hafa til athafna. I athöfnum manna, félagslegum samskiptum þeirra, birtast gildi hlutaðeigandi menningar. Eðlilega gefur Geertz lítið fyrir háfleyga hug- myndasögu: hugmyndirnar vísa til merkingarbærra athafna sem þarfnast túlkunar. (Walters 1980:547) Ef tekið er mið af þessari aðferð, táknbundinni greiningu, nægir ekki að lýsa hegðun manna, eins og hún birtist fræðimanninum, og tengja hana við einhvern ákvarðandi þátt. Hann verður að rekja hina menningarbundnu farvegi hennar í von um að þannig megi sýna fram á félagslegan grunn þeirra og áhrif. I þessu skyni ríður á, hvort sem um er að ræða lýsingu á fortíðarfólki eða samtímamönnum í framandi samfélögum, að fræðimaður- inn fikri sig áfram að sjónarmiði gerendanna, þeirra persóna sem hlut eiga að máli. (Geertz 1973:9—15) Þessi aðferðafræðilegu sjónarmið mannfræðingsins koma væntanlega flestum sagnfræðingum kunnuglega fyrir sjónir. En þau minna á hvers vegna þeir sem fást við bernsku- og fjölskyldusögu hafa að undanförnu fengið mikinn áhuga á sjálfsævisögum og viðlíka persónulegum heimildum. Sjálfsævisögur, bréf og dagbækur eru að mörgu leyti eftirlætisheimildir hugarfarssagnfræðingsins. Með hjálp þeirra er hugsanlegt að hann geti komist inn í hugsanagang fortíðarfólks og fundið einstaklingsbundna, per- sónulega reynslu af almennum, sögulegum ferlum. Heimildagildi sjálfsævi- sögunnar byggist m. ö. o. á því hve hún er huglæg í eðli sínu. (Loftur Guttormsson 1983b:149; Vincent 1981:6) Ljóst er að eðli sjálfsævisagna tengist náið þeim sögulegu aðstæðum sem leiddu til þess að þær komu fram sem bókmenntagrein. Fólk hefur eflaust frá upphafi vega sagt frá ævi sinni í sögu, en það var ekki fyrr en með iðnvæðingu og eflingu alþýðufræðslu sem skilyrði sköpuðust til þess að alþýðufólk skrifaði endurminningar sínar, annaðhvort til að gefa þær út eða fyrir sjálft sig. Hér er ekki aðeins átt við að talsverður hluti þess lærði þá að TMMIV 449
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.