Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 61
Takmörkun giftinga eöa einstaklingsfrelsi Erfitt er að skilgreina í stuttu máli markmið og skoðanir frjálslyndra hreyfinga á 19. öld. Stafar þetta ekki síst af því að þær einkenndust af tiltölulega óljósri lífssýn fremur en fastmótuðu kenningakerfi. Ef nokkuð sameinar þessar sundurleitu skoðanir þá er það fyrst og fremst trúin á einstaklingsframtakið. I augum frjálslyndra er einstaklingurinn knúinn áfram af innri löngunum, en stjórnast jafnframt af eðlislægri skynsemi.3 Þetta kemur kannski einna skýrast fram í efnahagsstefnu frjálshyggjunnar. Grundvöllur hennar er sú trú, að hagkvæmni í þjóðfélaginu verði einungis náð með því að markaðsöflin, þ. e. framboð og eftirspurn, verði látin ráða dreifingu auðmagns, nýtingu auðlinda og launum fyrir vinnu. Hvers konar ríkisafskipti eða höft stjórnvalda, umfram nauðsynlegar reglur til að tryggja frið í samfélaginu og lágmarks rétt einstaklinga, eru einungis af hinu illa og koma í veg fyrir skynsamlega þróun þjóðfélagsins. Manninum er náttúrlegt að vilja auðgast, „allir hafa hvöt til þess að bjargast, og jafnvel hug á því að verða ríkir,“ sagði Arnljótur Ólafsson á þingi 1861. „A þessu eðli manns- ins,“ bætti hann við „eiga menn að byggja lagasetning ... “4 Maðurinn stefnir markvisst að því að efla sinn hag og um leið, ef samfélagið leyfir, sækir hann í það starf sem best á við hann og mest gefur af sér. A þennan hátt auðgast einstaklingurinn á sama tíma og hann gerir samfélaginu gagn eftir sinni getu. I þessum skoðunum birtast glöggt hugmyndir frjálshyggjunnar um mann- legt eðli. Einstaklingurinn á að vera óheftur í leit sinni að hagkvæmri stöðu í samfélaginu og sem skynsemisveru hlýtur honum að vera treystandi til að velja rétt. III En snúum okkur þá að takmörkun öreigagiftinga. Málið kom fyrst til kasta alþingis árið 1847, þegar því bárust nokkrar bænarskrár úr Múlasýslum um þetta efni. Töldu bænarskrárritarar: það mesta niðurdrep fyrir sérhvört sveitarfélag, og landið yfirhöfuð að leyfa hjónaband þeim sem kunnir eru að ... ókvittni svo sem ófrómleika, þó þeir séu ólögfelldir, drykkjuskaparsvalli, ráðdeildar- leysi með efni sín, óþrifnaði, eður eru öreigar, óáreiðanlegir í orðum eða gjörðum ...5 Ekki þótti meirihluta þingmanna þessi uppástunga girnileg. Nokkrir urðu til að andmæla henni, og mælti þar Þórður Jónasson assessor í Lands- yfirréttinum hvað skörulegast: „uppástungan er í sjálfu sér ósanngjörn," sagði hann „því hún miðar til ónáttúrulegrar takmörkunar í náttúrulegum 459
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.