Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 65
Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi í Mýrasýslu, taldi þannig „ekki einungis bændanna vegna ... nauðsynlegt að hafa einhvern hemil á þessu undirfólki," og þar átti hann við vinnuhjú almennt, „heldur er það sjálfs þess vegna, að það sjálft ekki komist á ringulreið, og verði hópum saman eins og ráðlausar skepnur ... “ls I hans augum hafði vinnufólk þroska á við húsdýrin og gat þess vegna ekki séð um sig sjálft. Frelsi þeim til handa myndi aðeins kalla yfir samfélagið almenna upplausn og einstaklinginn sjálfan örbirgð og óhamingju. En þetta þurfti ekki að þýða að þeim væri ekki viðbjargandi. Ur flestum mátti skapa nýta einstaklinga ef rétt var á málum haldið. Þar var vinnumennskan einmitt ómetanlegur skóli því, svo ég vitni aftur í Jón hreppstjóra Sigurðsson, „það er sú besta undirstaða til þess að geta gipst og byrjað búskap, að þjóna fyrst dyggur og stöðugur í vist, halda saman kaupi sínu og læra forstand og framkvæmdir ... “19 Vinnumennskan var, samkvæmt þessu viðhorfi, nauð- synlegur hlekkur í lífshlaupi hvers manns, öðru vísi gat hann ekki orðið nýtur einstaklingur. Vinnumennskan var lokaátakið í sköpun fullgilds þjóðfélagsþegns. Ekki skipti minna máli að vel tækist til með undirstöðuna, ef maðurinn átti að vera fær um á fullorðinsárum að axla þá ábyrgð er frelsinu fýlgir. Og hvar var þeirri uppeldisskyldu best framfylgt? „Til sveita,“ sagði Olafur Stefáns- son, síðar stiftamtmaður, í ritgerð sinni „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna“, af því að „þar ... eru börn vanin strax á unga aldri á gagnligt erfiði, og ... á kristilegt siðferði, og þar eru þau frí fyrir vondum solli, gárunga- og letingja samfélagi. Þessi verða því á sínum tíma það gagnligasta búanda fólk í landinu, ... “ Þessu var ekki til að dreifa við sjóinn, að hans mati, því þar hafa: sjálfir foreldrarnir ... ekkert handa á milli, að fráteknu því eina verki, er liggur á húsbóndanum, ... þar ríkir iðjuleysi, sjálfræði, sundur- þykki, illkvittni, drykkjuskapur, vondur munnsöfnuður, og mörg óhlutvendni ... og við þetta ega börnin að alast upp, áður en þau vita fótum sínum forráð, verða svo ofmörg á fullorðins árum lausgangar og letingjar, landinu til ennar mestu byrði.20 Nú skyldum við halda að þetta viðhorf hins íhaldssama 18. aldar embætt- ismanns hafi verið á undanhaldi í vindum frjálslyndis 19. aldar. En þess verður lítt vart í umræðum þingmanna. Jafnvel frjálslyndir menn eins og Jón Sigurðsson höfðu lítið álit á uppeldi í kaupstöðum landsins. „Það er sorglegt að sjá,“ sagði Jón á þingi 1859, „hvernig börn á þessum stöðum liggja eins og dýr upp við bæjarvegginn allan daginn, eða velta sér um bæjarhlaðið, og venjast á það sem börn, að gjöra ekkert og læra ekkert; 463
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.