Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 72
Matthías Jónasson Draumar í íslendingasögum íslendingasögur eru auðugar af draumum. í þeim ásamt Sturlungu, Biskupa- sögum og Heimskringlu lesum við hátt á þriðja hundrað draumsagnir, en auk þeirra er getið allmargra drauma, sem eru þó ekki sagðir greiniiega. Hér mun ég eingöngu ræða um sagða drauma, nánar orðað um draumsagnir, því að það er miklum efa orpið, hversu trúverðuglega draumarnir eru sagðir. Hætta er þar bæði á úrfellingu og ýkjum auk þess sem sterkar líkur benda til að margar draumsagnir séu einber skáldskapur hins upphaflega sögumanns eða afritara. Til eftirfarandi draumdæma er því ekki vitnað í þeirri trú, að þann mann, sem draumurinn er eignaður, hljóti að hafa dreymt hann, þó að slíkt geti að vísu verið. Víst er hins vegar að draumsagnirnar endurspegla trú sagnamanna á það, hvernig dreymt sé og hvernig mann í tilteknum aðstæð- um hljóti að dreyma. Margt kemur því ómeðvitað fram í draumsögninni, svo sem um kjör alþýðu, hjátrú og ýkjur. Einnig kann henni að vera beitt í áróðursskyni eða skotið inn vegna frásagnartækninnar. Ekki legg ég heldur mat á sagnfræðigildi þeirra verka, sem ég finn drauma í, og eru ýmist þurrar staðreyndaskrár (Islendingabók, Landnáma), skefja- litlar ýkjusögur eða klerklegur áróður og öll tilbrigði þar á milli. Ef höfundi þykir rétt að styðja frásögn sína draumi, þá velur hann eða semur draum eins og honum þykir eiga bezt við söguhetjuna og aðstæður hennar. Örlagadraumar Hvernig sem draumsögnin hefir orðið til eða geymzt, beita sumir höfundar henni af mikilli snilld, líkt og bezt gerist með „ramma“ í nútíma smásögum. Sístætt dæmi um það er harmsaga Helgu hinnar fögru og biðlanna tveggja, Gunnlaugs og Hrafns. Þorsteinn á Borg segir draum sinn þannig: „Það dreymdi mig, að eg þóttist vera heima á Borg og úti fyrir karldyrum og sá eg upp á húsin og á mæninum álft eina væna og fagra og þóttist eg eiga og þótti mér allgóð." 470
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.