Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 79
Draumar í Islendingasögum Þó að þessi draumur boði dauða, er hann greinilega annars eðlis en venjulegir váboðadraumar. Hér býður hinn helgi Olafur syni sínum til eilífra samvista við sig. Hamför og fjarskyggni í draumi Draumar af þessu tagi eru ekki tíðir, samt koma þeir fyrir. í Hávarðar sögu Isfirðings segir, að hann dvelst um hríð hjá Atla hinum litla í Otradal. Ovinir Hávarðar gera aðför að þeim. Fyrirliðinn Þorgrímur er fjölkunnug- ur mjög. En Atli veit einnig lengra en nef hans nær. Nú æja þeir Þorgrímur áður en þeir ráðast á bæinn. Þorgrím sækir svefn, hann leggst niður og „sofnaði og breiddi feld yfir höfuð sér og lét illa í svefni“. En er hann vaknaði var honum heitt orðið, hann mælti: „Heima hefi eg verið um hríð á bænum, og er svo villt fyrir mér, að eg veit eigi frá mér, en þó munum vér heim ganga að bænum. Ætla eg að vér skulum brenna þá inni. Þykir mér það skjótast mega yfir taka.“ Hér virðist Þorgrímur skipta ham í draumnum og reyna þannig að kanna húsakynni og lið Atla. En sakir ófreskigáfu sinnar veit Atli allt um ferðir hans og villir um fyrir honum. I Fóstbræðra sögu, þar sem greinir frá vígum Þormóðar Kolbrúnarskálds á Grænlandi, virðast konurnar Þórdís á Löngunesi og Gríma í Eiríksfjarðar- botni beita ófreskigáfu í svefni. Slíkar fjölvizkukonur voru lóranstöðvar þeirra tíma, en rétt innstilling varð ekki nema í draumi. Lokaorð Nú er mál að ljúka þessari upptalningu, þótt enn séu ótaldar nokkrar tegundir drauma, sem finnast í heimildum mínum. Vert hefði verið m. a. að kanna hina sérstæðu drauma Gísla Súrssonar. Hér skal aðeins bent á meginatriði. Tvær konur, önnur ljúf og velviljuð, hin grimm og hefnigjörn, birtast á víxl í draumum hans. Hvaðan eru þær ættaðar? Tvær konur urðu örlagavaldar í lífi Gísla: Auður kona hans og Þórdís systir hans. Auður deilir hiklaust með honum hörðum kjörum útlagans allt fram að falli hans, en ógæfa Gísla beindi fálmandi hendi hans á nakinn barm Þórdísar þegar hann leitaði staðar til að reka í gegn Þorgrím bónda hennar. Þessi kalda snerting ásamt þeim blóðuga verknaði sem henni fylgdi, hefir eflaust orðið Þórdísi minnisstæð, og trúlega hefir hún einnig lifað, dulin eða meðvituð, í minni Gísla, svo vafasamt sem vígið er, skoðað frá sjónarmiði 477
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.