Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 79
Draumar í Islendingasögum
Þó að þessi draumur boði dauða, er hann greinilega annars eðlis en
venjulegir váboðadraumar. Hér býður hinn helgi Olafur syni sínum til
eilífra samvista við sig.
Hamför og fjarskyggni í draumi
Draumar af þessu tagi eru ekki tíðir, samt koma þeir fyrir. í Hávarðar sögu
Isfirðings segir, að hann dvelst um hríð hjá Atla hinum litla í Otradal.
Ovinir Hávarðar gera aðför að þeim. Fyrirliðinn Þorgrímur er fjölkunnug-
ur mjög. En Atli veit einnig lengra en nef hans nær. Nú æja þeir Þorgrímur
áður en þeir ráðast á bæinn. Þorgrím sækir svefn, hann leggst niður og
„sofnaði og breiddi feld yfir höfuð sér og lét illa í svefni“.
En er hann vaknaði var honum heitt orðið, hann mælti: „Heima hefi
eg verið um hríð á bænum, og er svo villt fyrir mér, að eg veit eigi frá
mér, en þó munum vér heim ganga að bænum. Ætla eg að vér skulum
brenna þá inni. Þykir mér það skjótast mega yfir taka.“
Hér virðist Þorgrímur skipta ham í draumnum og reyna þannig að kanna
húsakynni og lið Atla. En sakir ófreskigáfu sinnar veit Atli allt um ferðir
hans og villir um fyrir honum.
I Fóstbræðra sögu, þar sem greinir frá vígum Þormóðar Kolbrúnarskálds
á Grænlandi, virðast konurnar Þórdís á Löngunesi og Gríma í Eiríksfjarðar-
botni beita ófreskigáfu í svefni. Slíkar fjölvizkukonur voru lóranstöðvar
þeirra tíma, en rétt innstilling varð ekki nema í draumi.
Lokaorð
Nú er mál að ljúka þessari upptalningu, þótt enn séu ótaldar nokkrar
tegundir drauma, sem finnast í heimildum mínum. Vert hefði verið m. a. að
kanna hina sérstæðu drauma Gísla Súrssonar. Hér skal aðeins bent á
meginatriði. Tvær konur, önnur ljúf og velviljuð, hin grimm og hefnigjörn,
birtast á víxl í draumum hans. Hvaðan eru þær ættaðar?
Tvær konur urðu örlagavaldar í lífi Gísla: Auður kona hans og Þórdís
systir hans. Auður deilir hiklaust með honum hörðum kjörum útlagans allt
fram að falli hans, en ógæfa Gísla beindi fálmandi hendi hans á nakinn barm
Þórdísar þegar hann leitaði staðar til að reka í gegn Þorgrím bónda hennar.
Þessi kalda snerting ásamt þeim blóðuga verknaði sem henni fylgdi, hefir
eflaust orðið Þórdísi minnisstæð, og trúlega hefir hún einnig lifað, dulin eða
meðvituð, í minni Gísla, svo vafasamt sem vígið er, skoðað frá sjónarmiði
477