Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 80
Tímarit Máls og menningar
drengskapar. Um Gísla er ofinn örlagavefur, sem honum er um megn að
losa sig úr. Vel má ætla að hann fléttist inn í drauma hans. Væri þá vonda
draumkonan hin sárt leikna systir hans? Slíkt er aðeins tilgáta sem vantar
skýran rökstuðning. Víst er þó að þegar váboðadraumar taka að sækja fast á
Gísla, hefir geð hans truflast. Þá röskun mætti að vísu skýra með hungri,
einsemd og öryggisleysi, sem hann hefir mátt þola í útlegðinni. Samt gæti
nagandi sjálfsásökun aukið þar á. Hefði hann ekki getað fengið drengilegra
færi á Þorgrími en að vega hann sofandi í hvílu systur sinnar?
Hvernig sem þetta ber að skilja, þá kemur ásókn draumkonunnar grimmu
ekki aðvífandi utan frá. Hún býr í brjósti útlagans sjálfs. Og það á við um
draumfarir yfirleitt. Menn dreymir það sem bærist, meðvitað eða dulvitað, í
huga dreymandans. Það er sú heildarályktun sem draga verður af framan-
skráðri könnun. Hins vegar er sú trú rótgróin með þjóðinni, að draumar séu
utanaðkomandi vitrun, sérstæð boðun óorðinna atburða, sem ekki sé unnt
að öðlast vitneskju um á annan hátt. En má ég spyrja? Hver hefir þá
vitneskju til reiðu, áður en hún birtist í draumnum? Stendur einhver
alvizkuvera, e. t. v. ættuð frá öðrum tilverustigum, á bak við dreymandann
og læðir draumefninu inn í svefnvitund hans? Um þetta hafa furðulegar
kenningar verið bornar fram. Við nánari athugun verður þó ljóst, að þær
gera ekki annað en flytja vandann yfir á ímyndað tilverustig, sem mannlegur
rökskilningur nær ekki til.
Mannsvitundin er í eðli sínu framsýn og fjarskyggn og þeirri hæfni glatar
hún ekki með öllu í draumi, þótt henni séu þar að vísu miklu þrengri
takmörk sett. Draumurinn sprettur ávallt af vitundarinntaki dreymandans
og sýn hans til ókominna atburða nær aldrei lengra en geigur hans og
grunur, þrár hans og vonir.
Til þess að rökstyðja þessa staðhæfing verðum við að skoða afstöðu vit-
undarinnar til tímans sem við skiptum í daglegu tali í fortíð, nútíð og fram-
tíð.
I fræðilegri merkingu er nútíð aðeins sekúndubrot, en í daglegri upplifun
spannar hún þó yfir miklu lengra skeið, bæði tilbaka og framávið í atburða-
rásinni. Atvikin sem við skynjum hverfa vitundinni ekki um leið og þau
svífa yfir á svið hins liðna, vitandi og óvitandi berum við hið liðna með
okkur, fortíð er mikils ráðandi í áformum okkar og gerðum, einnig þeim,
sem teygja sig langt inn í ókomna tíð, sem verður á þann hátt röklegt
framhald ferlarása, sem eiga uppsprettur sínar langt inn á öræfum fortíðar-
innar. Hið óhöndlanlega vitsmunaleiftur, sem við nefnum nútíð, losar í svip
um hina orsakabundnu ferlarás, og vitundarvilja verður frjálst að velja um
kosti og taka ákvarðanir, sem binda nýjar atvikarásir langt fram á ókomna
tíð. Þannig ferst og endurfæðist nútíðin í sífellu eða streymir eins og fljótið í
478