Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 89
Draumur sem aðeins var dreymdur til hdlfs Tatarar Tatarar eru tyrkversk þjóð. Tyrkversk mál eru töluð af u. þ. b. 60 miljónum manna í Evrópu og Asíu. Langfjölmennastir eru tyrkir í Litlu-Asíu og á Balkan, en tyrkneska (osmanli) mun vera móðurmál á að giska 40 miljóna eða 2A allra tyrkverja. Annars greinast mál þessi í 7 flokka með 20 þjóðmálum. Azeri tala 6,5 miljónir manna í Azerbajdzjan í Sovét og Norður-Iran; úzbekska er móðurmál a. m. k. 6 miljóna í sovétlýðveldinu Uzbekistan og víðar; á tatörsku mæla um fimm miljónir manna, flestir búsettir við Volgu, þar af hátt í tvær miljónir í Tataríu. Nærfellt allar tyrkverskar þjóðir játa múhameðstrú, og menningarheimur íslamskra þjóða og samskipti þeirra á milli urðu sú þjóðbraut sem opnuðu Túkaj og verkum hans leið út í hinn stóra heim. Forntyrkverskar áletranir frá 8. öld hafa fundist í Mið-Asíu og eru það elstu heimildir um þennan málaflokk. — Þjóðarheitið „tatarar" var fyrst notað um eina af þeim mongólsku kynkvíslum sem reikuðu um á svæðinu suðaustur af Bajkalvatni, en færðist síðar yfir á einn af þeim þjóðflokkum tyrkverja sem veldi mongóla náði til. Rússar og fleiri rugluðu nöfnunum gjarna saman og kölluðu bæði mongóla og tyrkverja einu nafni tatara („Tatarska okið“). Er vestasta ríki mongóla (Gullna hordan) liðaðist í sundur á 15. öld, reis upp sjálfstætt ríki („khanat") með miðstöð í Kazan, hjarta Tataríu. Stóð það í röska öld eða þar til Ivan grimmi vann Kazan 1552. Var nú hlutverkum skipt og máttu tatarar og skyldar þjóðir um langan aldur þola yfirdrottnun rússakeisara. Undu þeir því að vonum illa og risu oft upp gegn oki. Veittu þeir t. d. bæði Stenku Razín og Jemeljan Púgatsjov lið. Tunga þeirra og menning bjuggu við kröpp kjör en héldu þó velli. Það má nærri geta hvílíkt happ það var tatörum að eignast þann afreks- mann sem Túkaj var á þeim tíma þegar mest reið á að notfæra sér ellihrumleika keisaraveldisins til að bjarga og efla sjálfsvitund og virðingu þjóðarinnar. Það atlæti sem umheimurinn sýnir minningu hans nú er heilladrjúgur styrkur lítilli þjóð sem á í vök að verjast í þjóðahafi án þeirrar „dýrlegu einangrunar" sem íslendingar hafa notið góðs af. Stjörnumerki Púskíns Þessu spjalli skal lokið með orðum sovéska skáldsins Míkhaíls Lúkoníns um Habdúllu Túkaj: „Hann rann upp á festingu skáldskapar í heimi hér sem stór og skær stjarna. Ef þú lyftir höfði, sérð þú hana i stjörnumerki Púskíns. Af hverju Púskíns? Af því að það er svo margt skylt með þessum skáldum ólíkra tíma og ólíkra tungna, og þú munt finna, hve þessi skyldleiki örvar hjartslátt þinn.“ 487
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.