Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 95
Leynibókin
eini sem mundi hvað var skuldunaut. Jóngestur var búinn að segja að
það er sá sem maður er búinn að lána einhvað. Mér finst það samt
ofsalega skrítið af hverju maður á að fyrirgefa einhvað ef maður lánar
einhvað. Þegar ég lánaði Hödda bókina um Fúsa froskagleypir, og
hann hefur aldrei skilað henni aftur, en hann bara má eiga hana ef
hann vill, og mér finst það ekkert neitt að fyrirgefa. Hann fékk líka
Kalla kúluhatt, og hann má eiga hana líka.
Ef ég mundi eiga mikla peninga þá mundi ég gefa börnunum í afríku
helst mikið og fara þangað líka eins og Bob Geldorf og þeir hjá
Kirkjuni. Eg og Mamma og Nína erum búin að gefa hjálparstofnuni,
fyrir Jólin í vetur. Eg gaf þegar ég var búinn að fá fyrir blaðburðinn.
og Mamma fór með peningana.
í kvöld sátu þau mamma og Jón Gestur lengi saman þegar sjónvarpið
var búið og töluðu saman lágt, en ég heyrði það samt, sumt. Þau voru
svolítið að drekka af því það er laugardagur. Það var ekkert spenn-
andi samt og alt bara um það sem þau ætla að gera ef hann fær
vinnuna hjá rauðvínsyndastofnun háskólans og fær meira borgað en
hjá fjölbrautini.
Eg er ofsalega feginn að Mamma er hætt að vinna úti og ég þarf ekki
að vera bara með likil og Nína er líka altaf heima núna. Mamma er
altaf að prenta á ritvél núna útlenska bók sem hún segir að hún ætlar
að láta prenta á íslensku í hust og á að selja fyrir Jólin. Þegar hún
vann hjá ríkisaxógnara var hún aldrei heima allann daginn. Núna er
hún altaf heima, næstum því.
Jón Gestur er búinn að gefa mér mörg frímerki frá mörgum löndum
og líka íslensk, hann safnaði þessu lengi handa mér þótt að ég vissi
það ekki, svo kom hann bara altí einu með þau. Hann er stundum
eins góður og ef hann væri alvöru pabbi minn, og aldrei mikið
vondur. Hann var stundum vondur á meðan ég var lítill, það fanst
mér þá. Mamma sagði þá að ég eigi að kalla hann pabba minn, en hún
er hætt því, það er langt síðan og mér finnst bara lummó að birja að
kalla hann það eftir svona mörg ár, og svo er ég ekki heldur skrifaður
hans sonur.
Nú þarf ég að kaupa bók undir öll frímerkin, og safna miklu meira.
493