Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 106
Tímarit Máls og menningar
isbúningum kölluðu upp nýjustu blöðin og hvellar raddir þeirra
færðu mönnum nýja von. Ég var farinn að hlæja að þessu stríði
Winníar. Svo námum við staðar til að horfa á eitthvað sem var að
gerast í hliðargötu. Löng halarófa af fólki stóð fyrir framan glerdyr.
Það var ekki að sjá á því neinn ótta og það talaði ekki einu sinni
saman, en stóð rólegt og þolinmótt og beið þess að vera hleypt inn í
hópum. Þegar það kom aftur út um aðrar dyr, voru allir með
kringlótt málmhylki á handleggnum. Þetta gátu aðeins verið gasgrím-
ur. „En þetta er nú bara öryggisráðstöfun,“ sagði ég við Winní. „Það
býr ekkert á bak við.“
Við sátum smástund á horninu á Café de la Paix og horfðum á
fólkið. Sumir karlmannanna voru í hvítum vestum með einglyrni en
konurnar með spangargleraugu og smávaxna loðhunda í bandi. Við
hlógum að þeim og öryggiskennd okkar jókst við að horfa á þau —
maður átti bágt með að hugsa sér stríð meðan þau sætu þarna.
Enginn gæti litið þannig út ef það væri að koma stríð.
Við töluðum ákaft saman meðan við sátum þarna og það birti upp í
huganum. Eins og þegar maður tekur gleði sína á ný. Við mundum
eftir litlu veitingahúsi sem við höfðum komið í fyrir nærri tíu árum,
þar sem dauft sólskin barst inn gegnum smáköflóttar gardínur og við
borðuðum þann besta mat sem við höfðum nokkru sinni bragðað.
Við ákváðum að kanna hvort við gætum fundið staðinn, hvort
veitingahúsið væri þar enn, og fórum strax af stað. Það var langt að
fara og við urðum að leita lengi, en við fundum staðinn og þar var allt
eins og forðum. Það voru líka sömu hjónin sem ráku veitingahúsið.
Við sátum í daufu sólskininu innan við smáköflóttu gardínurnar og
okkur fannst, af því hvernig okkur var þjónað til borðs að kynni
okkar væru rétt að hefjast, að við værum alls ekki gift, og að Winní
væri bara ástmey manns og ég ástmaður konu. Veitingamaðurinn
veitti koníak og síðan kom röðin að mér, og við sögðum hvor öðrum
á þrem tungumálum að það yrði ekkert stríð. Og veitingamaðurinn
og kona hans brostu eins og stríð væri fjarstæða í veröld sem við tvö
byggjum í. Hvernig gæti orðið stríð í heimi þar sem ástin hefði
blossað upp á ný? „. . .Pas guerre, kein Krieg, no war. . .“
Það sem eftir var dagsins styrktum við með okkur þessi hughrif,
og seint um nóttina ákváðum við að fara ekki heim. Við hefðum að
504