Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 123
sögurnar undirstrika að þær eru bók-
menntir, spila á sameiginlega vitund
og kunnáttu sína og lesandans. Þegar
þær gefa sig frásögninni á vald er það
gert á áberandi hátt, öll segl eru hafin
upp og sögunni siglt eins og freigátu
á leið til nýrra, velþekktra heima.
(Norsk litterær aarbok 1985, bls. 9-10)
Torben Broström spyr hvort elektr-
óníska bylgjan, hátækniþróunin og upp-
lýsingaflóðið, sem skellur yfir okkur
daglega, sé svo yfirþyrmandi að aðeins
sé hægt að fjalla um nútímann í punkt-
um, í mikro-raunsæi, eða með því að
nota landfræðilega, sögulega eða goð-
sögulega yfirfærslu?
Þessi greining er umhugsunar verð og
lýsir prýðilega því sem hefur verið að
gerast í svokölluðum „þungum" bók-
menntum í Skandinavíu síðustu árin.
Margt af því sem Broström talar um
hefur líka mátt sjá í íslenskum bók-
menntum þessa áratugar. Meta-bók-
menntir þ.e. bókmenntir um bók-
menntir eru býsna áberandi um þessar
mundir; þannig eru bæði Sagan öll og
Sóla, Sóla bækur um sína eigin tilurð og
Leitin að landinu fagra er eiginlega nú-
tímaleg riddarasaga, með meiru.
I nýrri bókum hefur líka mátt sjá
aukna áherslu á málið — bæði til góðs og
ills. Það er beðið um „lifandi" og frum-
legan stíl og árangurinn verður stundum
bráðgóður, stundum verður hins vegar
viðleitnin til frumleika bara að krampa-
kenndum texta; nykruðum myndum og
herfilegasta orðahröngli.
Post-modernisminn setur mark sitt æ
meira á bókmenntalíf í Skandinavíu. En
hin íslenska bókmenntamynd hefur
aldrei verið fyllilega í samræmi við hin
Norðurlöndin. Við fengum til dæmis
engar játningabækur á áttunda áratugn-
Umsagnir um bakur
um, Rauðsokkahreyfingunni til sárrar
sorgar. Við fengum enga skýrslubók-
menntabylgju, eina skýrslusagan okkar
var Yfirvald Þorgeirs Þorgeirssonar og
svo skopgerði Thor Vilhjálmsson bók-
menntagreinina með Foldu. Módernism-
inn var svo ungur í skáldsagnagerðinni
að við fengum enga uppreisn gegn hon-
um, þvert á móti. Við getum þannig lítið
stutt okkur við skandinavískar greining-
ar á því sem gerðist síðasta áratug í
þeirra bókmenntalífi.
Og nú er nýr áratugur meira en hálfn-
aður. Kannski erum við farin að ganga í
takt við hin Norðurlöndin? Við höfum
alla vega fengið æ meira af post-módern-
ískum bókmenntum síðustu árin — en
þær eru aðeins einn hluti af bók-
menntamyndinni. Og hvert stefnir? Það
kemur í ljós, eins og Sören gamli Kierke-
gaard sagði: „Það skrýtna við lífið er að
það verður aðeins skilið afturábak, á
meðan því verður aðeins lifað áfram.“
Dagný Kristjánsdóttir.
BEYGUR - SAGA UM STRÍÐ
Hafliði Vilhelmsson hefur sent frá sér
fjórar skáldsögur. Hinar fyrri heita Leið
12 Hlemmur-Fell (1977). Helgalok.
Samverkandi saga (1978) og Sagan um
Þráin (1981). I Hlemmur-Fell segir frá
ungum manni í gamla Vesturbænum
sem kynnist ungri stúlku og fer að búa
með henni, en langar í aðra röndina að
skemmta sér og halda áfram fyrra svalli
sínu. Þessi saga er lipurlega skrifuð raun-
sæissaga. Togstreitan sem hún fjallar um
er svipaðs eðlis og sú sem Einar Kárason
lýsir í Þetta eru asnar, Guðjón (1981),
521